Samkvæmt þessari frétt hefur stjórn Bankasýslunnar neitað að birta upplýsingar um umsækjendur um stöðu forstjóra, þótt umsóknarfrestur sé löngu liðinn. Erfitt er að sjá annað en að það fari í bága við 4. tölulið 4. greinar Upplýsingalaga, þar sem stendur: Halda áfram að lesa
Brottrekstrarsök Ríkislögreglustjóra
Vera má að ég hafi misskilið eitthvað í íslensku réttarfari og stjórnsýslu, og vona að einhver leíðrétti mig þá, en svona sýnist mér þetta líta út:
Ríkisstofnunum ber að afhenda Ríkisendurskoðun gögn sem síðarnefnda stofnunin biður um til að geta sinnt hlutverki sínu. Þetta stendur nefnilega í lögum um Ríkisendurskoðun: Halda áfram að lesa
Bragarbót
Í bloggpistli fyrr í dag spurði ég spurningar sem nú er búið að svara. Gott hjá Eyjunni að birta þessa frétt með áberandi hætti, enda er hér á ferðinni skörp og málefnaleg gagnrýni hjá Benedikt.
Ég játa því á mig að hafa vanmetið, eða misreiknað, ritstjórn Eyjunnar í þessu máli.
[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]
Er Eyjan flokkseigendamiðill?
Eyjan birtir á hverjum degi urmul frétta. Sumar þeirra, væntanlega þær sem þykja áhugaverðastar, lenda í „rúllunni“ efsti til vinstri, þar sem eru fjórar fréttir í einu, og svo flytjast þær yfirleitt aðeins neðar á síðuna vinstra megin, þar sem þeim er enn gert hátt undir höfði. Halda áfram að lesa
Svör útvarpsstjóra RÚV um LÍÚ-málið
Hér fara á eftir svör Páls Magnússonar útvarpsstjóra RÚV við fyrirspurn sem ég sendi honum og birti í þessum bloggpistli. Þar á eftir kemur svar mitt til Páls. Halda áfram að lesa