Vill fjármálaráðherra láta virkja?

Eftirfarandi var haft eftir Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra í kvöldfréttum RÚV:

„Það er nauðsynlegt fyrir okkur að nýta okkur okkar orkuauðlindir til þess að að halda hér uppi velferð í landinu“, sagði Oddný og bætti því við að hún vissi ekki hvort það yrði byrjað að virkja í neðri hluta Þjórsár fljótlega, …

 Iðnaðarráðherra segir að ferlið um virkjun í neðri hluta Þjórsár verði að vera faglegt, ekki pólitískt. Ráðherrann vill ekki virkja hafi það skaðleg áhrif á lífríkið.

Halda áfram að lesa

Hvað veit Magnús Orri um áform Huangs Nubo?

Magnús Orri Schram skrifaði bloggpistil í dag um kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum, sem Magnús virðist áfram um, af því að „Ísland þurfi á erlendri fjárfestingu að halda til hagvaxtar“.  Þessi gatslitna klisja um að „Ísland  þurfi á erlendri fjárfestingu að halda“ er að vísu aldrei rökstudd (sem er sérkennilegt, og þar að auki þversagnakennt í ljósi þess að Landsbankastjórinn hefur nýlega kvartað yfir því að geta ekki sett í umferð alla tugmilljarðana sem bankinn hefur grætt), en látum það liggja á milli hluta í bili, enda myndi það æra óstöðugan að ætla að greina á einu bretti alla þvæluna í þeim yfirlýsingum sem íslenskir stjórmálamenn láta dynja á landsmönnum um „hagfræði“. Halda áfram að lesa

Eru ekki allir hressir?

Það er búið að eyðileggja mikið af lífríkinu í Lagarfljóti, öfugt við staðhæfingarnar áður en farið var af stað. Hellisheiðarvirkjun dreifir brennisteinsvetni í miklu magni og veldur hörðum jarðskjálftum, sem hvorugt var kynnt áður en framkvæmdir hófust. Í Svartsengi er ekki mikið lengur hægt að dæla affallssvatninu niður í hraunið svo það þarf væntanlega að leiða það út í sjó, fyrir fleiri milljarða, og án þess nokkur viti hvaða áhrif það muni hafa á lífríkið.  Enginn virðist hafa áttað sig á þessu áður en virkjað var.  Ekki heldur hefur heyrst minnst á þetta vandamál varðandi fyrirhugaða virkjun á Þeistareykjum,

Nú er eitthvert fólk að halda fram að virkjun í neðri hluta Þjórsár gæti haft neikvæð áhrif á lax og aðra fiska sem lifa í ánni, og á þetta hefur  reyndar verið bent áður.

En, eru ekki allir hressir?

Leggjum niður Landsvirkjun

Landsvirkjun er fyrirtæki sem byggir og rekur virkjanir, og á að vinna í þágu almannahagsmuna.

Samkvæmt þessari frétt kom það núverandi forstjóra Landsvirkjunar á óvart að „margir virkjunarkostir hafi hafnað á verndarlista“ í nýlegri rammaáætlun.  Fyrr í sumar lét sami forstjóri gera skýrslu um þau gríðarlegu auðæfi sem Landsvirkjun gæti fært þjóðinni ef hún fengi bara að virkja nógu mikið.  Meðal skýrsluhöfunda voru hátt settir menn úr greiningardeild Kaupþings sáluga sem látlaust spáðu áframhaldandi gulli og grænum skógum alveg þangað til spilaborgirnar hrundu yfir þá. Halda áfram að lesa

Um Landsvirkjun, hræGamma og Porter

Í gær kynnti Landsvirkjun nýja framtíðarsýn.  Í stuttu máli er hér lofað gulli og grænum skógum, nánar tiltekið að Landsvirkjun muni skapa tólf þúsund ný störf á næstu árum, að fyrirtækið muni skila ríkissjóði tugum milljarða króna árlega í framtíðinni og að þetta muni „hafa ámóta áhrif á lífskjör á Íslandi og olíuiðnaðurinn í Noregi.“ Halda áfram að lesa