Stefán Eiríksson rannsakar yfirmann sinn

Nýlega fékk lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, til rannsóknar frá ríkissaksóknara lekamál innanríkisráðuneytisins.  Í því máli hafa starfsmenn ráðuneytisins, þ.á.m. ráðherra, verið kærðir vegna gruns um hegningarlagabrot.

Halda áfram að lesa

Jay Leno grætur í kvöldfréttum RÚV

Í útvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi var sagt frá því að ríkissaksóknari hefði lagt fyrir lögreglu að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, vegna kæru á hendur ráðherra og öðrum starfsmönnum ráðuneytisins.

Halda áfram að lesa

Hanna Birna verður að víkja

Ríkissaksóknari tók í dag þá ákvörðun að lögreglurannsókn ætti að fara fram á lekamáli innanríkisráðuneytisins.   Það er seint í rassinn gripið, því hinir grunuðu hafa nú haft tvo og hálfan mánuð til að eyða gögnum og tala sig saman um hvað þeir eigi að segja í yfirheyrslum, sem hefðu auðvitað átt að fara fram um leið og lekinn varð ljós, þann 20. nóvember, eða a.m.k. ekki síðar en þegar grunurinn var tilkynntur lögreglu, í lok nóvember. Halda áfram að lesa

Ólafur Ragnar, veiðigjöld, valdaklíkur

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en ég óttast að Ólafur Ragnar muni skrifa undir lögin um lækkun veiðigjaldsins, sem þýðir margra milljarða gjöf til forríkra útgerðareigenda, á kostnað almennings í landinu.

Halda áfram að lesa

Forsetinn vill þjóðaratkvæði um kvóta?

Nýja ríkisstjórnin vill láta það verða sitt fyrsta verk að lækka stórlega veiðigjaldið sem samþykkt var á síðasta þingi, þrátt fyrir að útgerðin í landinu hafi rakað saman ofsagróða undanfarin ár  og ekkert bendi til að lát verði á því.  Ríkisstjórnin vill þannig minnka tekjur ríkisins fyrir afnot af þessari sameiginlegu auðlind landsmanna um marga milljarða á ári, þrátt fyrir að forystumenn stjórnarinnar séu síkvartandi yfir að staða ríkissjóðs sé slæm.

Halda áfram að lesa