Forysta ASÍ svíkur. Aftur.

Í nýlegri skýrslu frá Hagdeild ASÍ er álver í Helguvík nefnt tuttugu sinnum, þ.e.a.s. rúmlega einu sinni á blaðsíðu.  Þetta vekur upp tvær spurningar:

Er Hagdeild ASÍ ekki kunnugt um það sem allir vita sem vilja vita, að það er ekki til, og hefur aldrei verið til, nema örlítill hluti af því rafmagni sem þyrfti fyrir þetta álver? Halda áfram að lesa

Örsögur úr hruninu og undirskriftasöfnun HH

Tölurnar í eftirfarandi sögum eru ekki nákvæmar, en nógu nærri lagi til að kjarni málsins sé réttur.

Manneskja A keypti, fyrir hrun, íbúð sem kostaði 21 milljón.  Hún átti 7 milljónir sjálf sem hún setti í þetta, og tók 14 að láni, með verðtryggingu.  Lánið var sem sé fyrir 67% af andvirði íbúðarinnar, sem telst yfirleitt varkárt í slíkum viðskiptum, í löndum þar sem efnahagslífið er ekki í tómu rugli, og þar sem hægt er að treysta stjórnvöldum til að gera allt sem þau geta til að borgararnir lendi ekki í stórum stíl í óyfirstíganlegum vandræðum ef þeir haga sér skynsamlega. Halda áfram að lesa

Gráðugir bankastjórar — máttlaus forsætisráðherra

Af hverju dettur fólki í hug að borga  íslensku bankastjórunum svona há laun?  Skýring varaformanns stjórnar Arionbanka í hádegisfréttum RÚV í dag var engin skýring, nefnilega að það hefði þurft að borga svona mikið til að ráða þennan mann.  Spurningin er hvort það ætti ekki að leggja blátt bann við því að ráða í bankastjórastöðu mann sem heimtar svona há laun.  Öfugt við það sem margir halda fram virðist ekki vera nein jákvæð fylgni milli þess að hafa ofurlaun og að standa sig vel í starfi.  Reyndar er ýmislegt sem bendir til hins gagnstæða.  Þar á meðal er þessi áhugaverði fyrirlestur. Halda áfram að lesa