Greinasafn fyrir flokkinn: Innflytjendur og flóttafólk
Forstjóri UTL níðir hælisleitendur
Í gær var eftirfarandi haft eftir forstjóra Útlendingastofnunar, Kristínu Völundardóttur, í þessari frétt:
„Það getur verið dálítið aðlaðandi fyrir fólk sem að er ekki beinlínis hælisleitendur, sem ætla að vinna ólöglega eða koma í öðrum tilgangi, að koma til Íslands. Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng.“
Kristín segir vísbendingar um að fólk komi hingað og stundi það sem kallist asylum shopping eða ferðamenn í hælisleit.
„Þá er fólk bara að fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða.“
Hún segist ekki geta sagt til um hversu stór hópur þetta sé. Stofnunin sé undirmönnuð og því ekki mikið svigrúm til að stunda fræðimennsku og rannsóknir.
Fyrirlitning Ögmundar á mannréttindum
Dæmisaga um grimmd?
Talsvert hefur verið fjallað um mál Mohammeds Lo, rúmlega tvítugs manns sem flúði frá Máritaníu, þar sem hann hafði verið þræll alla ævi, og kom til Íslands fyrir rúmu ári. Í þessum pistli er saga hans rakin í aðalatriðum. Eins og fram hefur komið var Mohammed synjað um hæli á Íslandi, og ákveðið að hann skyldi fluttur aftur til Noregs, þaðan sem hann kom til Íslands. Því til stuðnings var vitnað í Dyflinnarreglugerðina svokölluðu, sem heimilar ríki innan Schengen-svæðisins að senda fólk sem sækir um hæli tilbaka til þess lands innan svæðisins sem það kom frá. Halda áfram að lesa
Priyanka, Jussanam og Ögmundur
Það er gleðilegt að sjá viðbrögðin í fjölmiðlum (og á Facebook) við ákallinu um stuðning til handa Priyanka Thapa, ungri nepalskri stúlku sem búið hefur á Íslandi síðastliðið ár, en á yfir höfði sér brottvísun, samkvæmt ákvörðun Útlendngastofnunar, og síðan að verða gift manni gegn vilja sínum í heimalandinu. Þessi miklu og almennu viðbrögð gera að verkum að maður skammast sín aðeins minna fyrir að vera Íslendingur, þótt hryllilegt sé að horfa upp á mannúðarleysið sem einkennir ákvarðanir þessarar stofnunar. Halda áfram að lesa