Spillingin, fúskið og fjórflokkurinn

Tvær fréttir í gær voru um frekar ógeðfellda hluti: Annars vegar um hundruða milljóna sjálftöku slitastjórna, hins vegar um tvö þúsund og fjögur hundruð prósenta framúrkeyrslu við gerð hugbúnaðarkerfis (sem þar að auki hefur enn ekki verið klárað, þrátt fyrir yfirlýst verklok).  Til að bíta höfuðið af skömminni fylgdu í kjölfarið yfirlýsingar frá embættismönnum um að það gæti stórskaðað almannahagsmuni að almenningur fengi innsýn í þessi hagsmunamál sín. Þetta eru samt engin einsdæmi, því fréttir af þessu tagi hafa dunið á okkur frá hruni.

Halda áfram að lesa

Greiningardeildir og aðrir spámenn

Árið 1997 fengu Robert C. Merton og Myron Scholes Nóbelsverðlaunin í hagfræði. (Það er reyndar ekki alveg rétt, því umrædd verðlaun veitir sænski seðlabankinn og kallar „verðlaun til minningar um Alfred Nobel“, og þeir eru til sem telja að þessi verðlaun séu álíka mikill virðingarvottur við Alfred og þegar friðarverðlaunin voru veitt Henry Kissinger, eða Barack Obama um það leyti sem hann var að herða á hernaðaraðgerðum í Afganistan, sem kostað hafa hundruð eða þúsund saklausra borgara lífið.) Halda áfram að lesa

Gullgerðarmenn Íslands

Í sumar birtist skýrsla þar sem Íslendingum var lofað gulli og grænum skógum, á við olíuauð Norðmanna, ef Landsvirkjun fengi bara að virkja nóg. Í gær og í dag birtust í fleiri fjölmiðlum fréttir um að tilteknir „sérfræðingar“ segi að tillögur um breytingar á Rammaáætlun gætu kostað íslenskt samfélag allt að 270 milljarða króna á næstu fjórum árum (og staðhæfingar „sérfræðinganna“ eru kynntar á Alþingi sem staðreyndir). Halda áfram að lesa

Stjórnendaáhættan í lífeyrissjóðunum

Vilhjálmur Egilsson var stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildis þar til nýlega, og undirritar sem slíkur ársskýrslu sjóðsins fyrir 2011. Þar er í fyrsta sinn gerð grein fyrir „stjórnmálaáhættu“ sem sjóðurinn búi við. Forysta sjóðsins fékk á sig talsverða gagnrýni í skýrslu nefndar sem lífeyrissjóðirnir settu sjálfir á laggirnar, þar sem meira að segja var haldið fram að sjóðurinn hafi farið kringum lög. Halda áfram að lesa