Flestir vita núorðið að konur fengu kosningarétt til þings, án annarra takmarkana en við aldur, árið 1915. Svo mikið hefur verið talað um þetta síðustu mánuðina (og reyndar í langan tíma áður) að það hefur varla farið fram hjá nokkurri manneskju sem fylgist með. Allir „vita“ núorðið að konur fengu ekki almennan kosningarétt fyrr en 19. júní 1915, löngu á eftir körlum. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Bænafólk og mannréttindi
Sumt fólk telur að Tony Omos eigi ekki að fá landvistarleyfi á Íslandi, af því að sé hann ekki örugglega sekur, þá sé að minnsta kosti líklegt að hann sé sekur um glæpi (og það fólk virðist engu máli skipta að engar áreiðanlegar vísbendingar séu um það). Þetta fólk telur að mannréttindin sem flóttafólk á almennt að njóta eigi ekki að gilda um Tony, af því að hann sé sennilega ekki nógu góð manneskja til þess. Halda áfram að lesa
Spilling bak við leynd í Stjórnarráðinu?
Í tveimur greinum síðustu daga (hér og hér) hef ég sagt frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um á hvaða forsendum stjórn Rekstrarfélags stjórnarráðsins tók þá ákvörðun að segja upp sautján ræstingakonum, sem þrifið hafa hin ýmsu ráðuneyti í mörg ár, og bjóða verkið út. Eftir meira en tveggja vikna þref við Sverri Jónsson, stjórnarformann félagsins, þar sem hann hefur borið við ómálefnalegum ástæðum fyrir að afhenda ekki umrædd gögn umyrðalaust, fékk ég það endanlega svar í gær að hann neitaði að afhenda þær upplýsingar sem sagðar eru liggja til grundvallar þessari ákvörðun. Halda áfram að lesa
Útvistun: Saumað að láglaunafólki
Talsvert hefur verið fjallað í fjölmiðlum síðustu daga um útvistun á ræstingum í opinberum stofnunum, eins og Landspítalanum og Stjórnarráðinu. Í gær skýrði ég hér frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um ástæðurnar að baki því að Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sagði nýlega upp sautján ræstingakonum, í því skyni að bjóða verkið út. Erfiðlega gengur að fá þær upplýsingar, en ýmislegt í því sem þegar er komið fram vekur grunsemdir um að málið sé ekki eins einfalt og þeir vilja vera láta sem ábyrgðina bera. Halda áfram að lesa
Að reka ræstingarkonur
Fyrir nokkrum vikum sagði Rekstrarfélag stjórnarráðins upp sautján ræstingakonum sem starfað hafa í Stjórnarráðinu. Rekstrarfélagið sér um ýmsan rekstur fyrir þau fimm ráðuneyti sem eiga aðild að því, en það eru fjármála-, mennta- og menningarmála-, innanríkis-, forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Halda áfram að lesa