Gísli Freyr Valdórsson, fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir hegningarlagabrot í starfi sínu sem aðstoðarmaður ráðherrans. Hann er ákærður fyrir að hafa með saknæmum hætti lekið gögnum úr ráðuneytinu, þar sem markmiðið var augljóslega að sverta manneskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér.
Greinasafn eftir:
Eru Samtökin 78 á rangri leið?
Það er varla ofmælt að virðingin fyrir réttindum samkynhneigðra á Íslandi hafi gerbreyst á skömmum tíma. Það eru örfáir áratugir síðan mörgu samkynhneigðu fólki fannst sér varla vera líft á Íslandi vegna fordóma og útskúfunar. Í dag, eins og síðustu árin, tók nær helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins þátt í Gleðigöngunni, og þær örfáu manneskjur sem leyfa sér að tala niðrandi um samkynhneigða á opinberum vettvangi eru úthrópaðar svo að þær eiga sér varla viðreisnar von á eftir.
Er Félagsvísindastofnun í ruglinu?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, ætlar að stjórna rannsókn sem fram fer á vegum Félagsvísindastofnunar skólans, þar sem á að meta „erlenda áhrifaþætti“ bankahrunsins 2008. Hannes er náinn vinur og pólitískur samherji ýmissa þeirra sem léku stór hlutverk í hruninu, svo sem Davíðs Oddssonar sem þá var seðlabankastjóri og tók sem slíkur ýmsar mikilvægar og umdeildar ákvarðanir, sem sumar tengdust erlendum aðilum. Halda áfram að lesa
Manndráp lögreglu, hvítþvottur saksóknara
Maður spilar of háa tónlist í íbúð sinni um nótt, en angrar að öðru leyti engan mann. Nágranni hringir í lögreglu, kvartar yfir hávaðanum og segir hann (ranglega) koma frá manninum M. Nágranninn segir líka, ranglega, að heyrst hafi skothvellur og telur, einnig ranglega og án nokkurra trúverðugra skýringa, að M hafi skotið sjálfan sig til bana. Þetta verður til þess að lögregla mætir á staðinn og drepur manninn S.
Kona í opinberri stöðu níðir karl
[Að gefnu tilefni (vond umræðuhefð) er rétt að taka fram að ég er hér ekki að lýsa yfir stuðningi við neitt af því sem Hannes Hólmsteinn hefur nokkurn tíma sagt.]
Í frétt í Vísi í dag, þar sem fjallað er um ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, er eftirfarandi haft eftir Kristínu Ástgeirsdóttur, sem rætt var við sem framkvæmdastýru Jafnréttisstofu: