-Þú misskilur þetta, sagði hann. Æðri máttur þarf ekkert að samræmast þeirri guðshugmynd sem við ólumst upp við. Æðri máttur getur verið hvaðeina sem þú trúir að sé sterkara en þú sjálf. Ég er trúlaus sjálfur. Sennilega harðari trúleysingi en þú og í mínum huga er Æðri máttur bara samtökin. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: trúmál
Ævintýri handa allmáttugum
Einu sinni voru tveir fyllikallar sem hættu að drekka. Ku það hafa verið hið besta mál enda hendir það gjarnan drukkið fólk að vanvirða hið helga boðorð; þú skalt ekki drepa náunga þinn úr leiðindum. Halda áfram að lesa
Kennum reykingar í grunnskólum
Reykingar eru stór þáttur í lífi Íslendinga. Í raun svo stór þáttur að það er hneykslanlegt að reykingakennsla skuli ekki löngu hafa verið tekin upp í skólum landsins. Hvernig stendur á því að börn eru ekki frædd um sögu reykinga, áhrif þeirra á menningu okkar, táknrænt mikilvægi þeirra í kvenfrelsisbaráttunni og þá fróun sem reykingar gefa í erfiðleikum? Halda áfram að lesa
Stuðningur eða meðferð?
Á vef kirkjunnar kemur fram að Vinaleið, „kærleiksþjónusta í grunnskólum“ sé ekki meðferðarstarf heldur stuðningsviðtöl og sálgæsla. Jafnframt kemur fram að dæmi séu um að nemendur sæki slík sálgæsluviðtöl 6 tíma á viku. Ég mætti um tíma í vikuleg viðtöl hjá sálfræðingi og það var kallað meðferð. Ég hef ekki fundið útskýringu kærleiksþjónanna á muninum á stuðningi og meðferð. Getur einhver sagt mér í hverju munurinn liggur?
Í Gvuðs nafni
Þetta hlýtur maður að skilja þannig að það sé mjög mikilvægur þáttur í trúnni að níðast á samkynhneigðum. Eða hvernig getur það annars hindrað fólk í því að ástunda sitt trúarrugl þótt tveir karlar deili rúmi á hóteli eða tvær konur leigi sal fyrir brúðkaupsveislu?
Af hverju beitir þetta heilaga lið sér ekki fyrir því að einstæðar mæður verði grýttar til bana? Þær eru þó allavega samfélagsbaggi.
Biskupinn er brandari Gvuðs
Ég hef lengi haft ákveðnar efasemdir um dómgreind séra Karls Sigurbjörnssonar (titilinn „herra“ nota ég aðeins um þá sem ég ber virðingu fyrir) og undrast að maður sem svo greinilega vantar nokkrar blaðsíður í, skuli hafa valist til að gegna svo háu embætti. Halda áfram að lesa
Ég elska hana líka Davíð Þór
Davíð Þó ku víst elska konuna sína og er það vel. Sjálfri þykir mér ákaflega vænt um þá konu enda er Þórunn Gréta flestum konum yndislegri.
Ég reikna samt með að þeir dvergar séu til sem sjá Þórunni Grétu í öðru ljósi en ég og Davíð Þór og telji jafnvel að hún sé ekki bara ófullkomin manneskja heldur meingölluð. Já, dvergar geta verið alveg hundleiðinlegir og það þyrfti nokkuð massívan áróður frá þeim til að breyta áliti mínu á þessari ágætu konu.
Samt gæti ég skilið hvern þann dverg sem færi í fýlu ef haldið væri úti stöðugum ríkisreknum áróðri um fullkomleika Þórunnar Grétu og hún væri launum á kostnað skattgreiðenda, bara fyrir að hafa ofan af fyrir mér, Davíð Þór og öðrum aðdáendum sínum. Fýla dverganna þætti mér því skiljanlegri ef Þórunn Gréta hefði staðið fyrir einhliða áróðri, skoðanakúgun, skattpíningu, pyndingum og morðum.
Þrátt fyrir dálæti mitt á Þórunni Grétu, held ég að m.a.s. mér brygði í brún, ef leikskólar og grunnskólar þessa lands hefðu það á stefnuskrá sinni að kenna börnunum að tilbiðja Þórunni Grétu og þjóna henni einni.