Í Gvuðs nafni

Þetta hlýtur maður að skilja þannig að það sé mjög mikilvægur þáttur í trúnni að níðast á samkynhneigðum. Eða hvernig getur það annars hindrað fólk í því að ástunda sitt trúarrugl þótt tveir karlar deili rúmi á hóteli eða tvær konur leigi sal fyrir brúðkaupsveislu?

Af hverju beitir þetta heilaga lið sér ekki fyrir því að einstæðar mæður verði grýttar til bana? Þær eru þó allavega samfélagsbaggi.

One thought on “Í Gvuðs nafni

  1. —————-

    Það er stöðugt verið að mótmæla í stórborgum. Sumt er bara svo spennandi og skemmtilegt að setja í fjölmiðla, annað ekki og þá er það ekki til fyrir okkur.
    Nú verður spennandi að sjá hvort Mogginn verður með “follow-up”, hversu margir mættu, hversu margir mættu til að mótmæla mótmælendunum? Það finnst mér skipta meira máli, auðvitað munu alltaf einhverjir fávitar öskra og æpa gegn samkynhneigðum, það tilheyrir. Ennþá.

    Posted by: Kristín Jónsdóttir | 9.01.2007 | 10:18:16

    —————————————————-

    “með logandi kyndlum”.
    Úff þetta minnir mann of mikið á nornaveiðar miðalda og ofsóknir ku klux klan, og hættuna á múgsefjun.
    Það er annars magnað að þetta land Bretland skuli í raun vera jafn lögverndað og raun ber vitni í mismunun sinni og fordómum gegn samkynhneigðum og fólki með áhuga á alternative kynlífi.

    Posted by: Gillimann | 9.01.2007 | 14:03:56

    —————————————————-

    ég er ekki samfélagsbaggi…

    en að öðru leyti get ég tekið undir orð þín – trúarofstæki og tvískinnungur eru illa gefin systkini

    Posted by: baun | 9.01.2007 | 14:33:02

    —————————————————-

    Ég ætla að mótmæla því að trúarbrögð séu leyfð því þau hindra mig í að lifa skv. sannfæringu minni.

    Posted by: Kalli | 10.01.2007 | 2:54:57

Lokað er á athugasemdir.