Stuðningur eða meðferð?

images-1Á vef kirkjunnar kemur fram að Vinaleið, „kærleiksþjónusta í grunnskólum“ sé ekki meðferðarstarf heldur stuðningsviðtöl og sálgæsla. Jafnframt kemur fram að dæmi séu um að nemendur sæki slík sálgæsluviðtöl 6 tíma á viku. Ég mætti um tíma í vikuleg viðtöl hjá sálfræðingi og það var kallað meðferð. Ég hef ekki fundið útskýringu kærleiksþjónanna á muninum á stuðningi og meðferð. Getur einhver sagt mér í hverju munurinn liggur?

One thought on “Stuðningur eða meðferð?

  1. Ef þeir sem annast börnin tala ekki við þau, gerir kirkjan það. Og þau þurfa ekki að borga. Kannski felst munurinn í því.

    Posted by: Miss G | 18.01.2007 | 15:54:10

    ————————————————-

    Þann 26. september sendi ég bréf til skólastjóra Hofsstaðaskóla, skólanefndar, bæjarráðs, skólasviðs og foreldraráðs vegna Vinaleiðar og sagði þar meðal annars: „. Í kynningu á Vinaleiðinni er reyndar tekið fram að “sálgæsluviðtölin” séu stuðningsviðtöl en ekki meðferðarviðtöl. Vandséð er hvernig guðfræðingur ætlar að gæta þess að fara ekki út í meðferð í fjörutíu mínútna viðtali (hvað þá nokkrum viðtölum) um vanda nemanda. Í samtali mínu við hann gat ég ekki séð að hann gerði sér grein fyrir í hverju munurinn á þessu tvennu er fólginn.“ Í lok bréfsins var líka spurningin: „4. Hvernig verður þess gætt að “sálgæsluviðtölin” séu aðeins “stuðningsviðtöl” en ekki “meðferðarviðtöl” og í hverju er munurinn á þessu tvennu fólginn að mati þeirra sem veita þessa þjónustu?“

    Því miður hafa engin svör fengist við þessu. Ég kann þau ekki og sennilega eru þau órannsakanleg eins og annað í þessum geira.

    Posted by: Reynir | 18.01.2007 | 18:00:46

    ————————————————-

    Nú þekki ég ekki málið en dettur í hug að þetta orðalag sé kannski notað til þess að krakkarnir notfæri sér þessi stuðningsviðtöl, frekar en að fá þann stimpil (þá á ég við frá félögunum) að þau séu í einhvers konar meðferð.

    Posted by: Ragna | 18.01.2007 | 23:45:11

Lokað er á athugasemdir.