Sefurðu hjá gerpinu? spurði Endorfínstrákurinn en hljómaði hreint ekki eins og hann væri ánægður með þá hugmynd.
-Nei það geri nú ég ekki. Ekki enn að minnsta kosti. Og leitt að tilkynna þér það elskan en hann er bara hreint ekkert gerpi, sagði ég. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Tímavillti Víkingurnn
Árekstur
Byrjaði daginn á umferðaróhappi. Spjátrungur nokkur í D-lista múnderingu renndi aftan á mig á biðskyldu. Sem betur fer var þetta í morguntraffíkinni og sökum vegavinnu, myrkurs, umferðarþunga og hálkubletta var hraðinn á báðum bílunum lítill. Engin meiðsl á fólki og aðeins smávægilegur skaði á bílunum, ég sá ekki betur en að þetta væri nokkuð góður árekstur, ef hægt er að nota það orð um eitthvað sem er í eðli sínu óheppilegt. Halda áfram að lesa
Skapgerðareyðni
Manni kemur það náttúrulega ekki við. En samt hlýtur maður að segja eitthvað. Alveg eins og maður segði eitthvað ef þú ækir á ofsahraða í hálku á sumardekkjunum og ekki í bílbelti. Af því að manni kemur það eiginlega pínulítið við þegar fólk tekur áhættu sem stofnar lífi þess og annarra í voða. Halda áfram að lesa
Ekki hætt að blogga
Nei. Ég er ekki alveg hætt að blogga og það er röng tilgáta hjá þér systir mín góð að ég sé dottin í ástina. Að vísu er ég búin að finna bólfélaga en hef því miður ekki varið nema 2 klst með honum ennþá. Halda áfram að lesa
Upplýst ákvörðun
Tók, gangstætt heilbrigðri skynsemi, upplýsta ákvörðun að forfæra tiltekinn ungan mann í kvöld. Tafðist þar sem sonur minn námshrossið þurfti að láta lesa yfir fyrir sig ritgerð. Ætlaði samt að halda planinu þótt væri framorðið þegar lestrinum lauk. Fann þá ekki símanúmerið. Býst ekki við að hann sé í skránni en veit heldur ekki föðurnafnið eða heimilisfangið. Halda áfram að lesa
Ostagerðarpælingar
Úps! Maður vanrækir bloggið í 2 daga og þá er bara svo margt búið að ske að maður kemst ekki yfir að skrifa um það.
Hitti Húsasmiðinn í gær og við kláruðum að ganga frá fjármálunum. Kom betur út fyrir mig en ég átti von á svo ég sé fram á að 1. des. reddist eftir allt saman. Halda áfram að lesa
Prófíll
Er búin að sjá þennan lista á grilljón bloggsíðum og ákvað að afrita hann. Lesendur mínir eru orðnir svo vanir því að ég sé spes að ég verð af og til að gera eitthvað klisjukennt til að koma á óvart. Halda áfram að lesa