Líklega finnst flestu fólki eitthvað erfitt við að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Ég skil ekki alveg hvers vegna. Sjálfri hefur mér fundist það mun einfaldara en að vera stöðugt að ljúga að sjálfum sér og öðrum. Þarf kannski smá kjark ef aðstæður manns eru ekki sérlega bleikar en þegar upp er staðið er það auðveldara. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Tímavillti Víkingurnn
Áramótaheit
Mér skilst að maður eigi helst að upplifa áramót sem einhverskonar tækifæri, nýtt upphaf á einhverju stórkostlegu. Maður á að gerast rosalega ferskur og taka nokkra daga í það að standa við loforðin sem maður er alltaf að gefa sjálfum sér og helst að finna upp á einhverju nýju til að lofa. Aukaatriði hversu lengi maður stendur við það. Halda áfram að lesa
Heitasta parið
-Sjáðu mamma, þetta er heitasta parið, ert´ekki glöð að vita hvað þau eru rosalega heit? sagði Haukur flissandi og handlék Séð og heyrt á meðan við stóðum í biðröðinni við kassann. Halda áfram að lesa
Jólakort
Í dag barst mér síðbúið jólakort frá Manninum sem vildi ekki eiga brauðrist með konunni sinni, konunni hans og dóttur. Hann er sumsé fluttur heim aftur. Eins og ég átti von á. Halda áfram að lesa
Um hreinlæti
Sonur minn sóðabrókin hefur komist að þeirri niðurstöðu að í raun og veru sé hann mun meiri snyrtipinni en móðir hans. Kenningu sína byggir hann á tímamælingum. Þar sem ég eyði að meðaltali 12 mínútum í sturtu daglega en hann 36 mínútum, hlýtur hann að vera 200% hreinni. Það er svo aukaatriði hvort þessum 7 * 36 mínútum er skipt niður á 7 daga vikunnar eða bara 4. Halda áfram að lesa
Jólablogg
Einhvernveginn afrekaði ég að jóla heimilið og koma matnum á borðið kl 18:05. Jólaði samt ekki bílinn, verð bara að áramóta hann í staðinn.
Sonur minn Byltingamaðurinn er að komast yfir mesta kommúnismann, á Þorláksmessu viðurkenndi hann m.a.s. að hann hlakkaði til jólanna. Sonur minn gelgja dauðans tók hins vegar að sér hlutverk Trölla sem stal jólunum þetta árið. Halda áfram að lesa
Vetrarsólstöður
Endorfínuppspretta tilveru minnar er farin austur á land með nokkur eintök af bókinni minni í farteskinu en dagurinn þegar sólin kemur ekki einu sinni upp þarf samt sem áður ekki endilega að vera slæmur. Halda áfram að lesa