Ég á galdraeldhús. Það fyllist af mat jafnóðum og það tæmist, án þess að ég þurfi að gera stórinnkaup. Fyrir jólin fengum við t.d. sent alvöru kjöt og annan sveitamat til marga vikna norðan úr Skagafirði. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Tímavillti Víkingurnn
Andlegt ástand eða bara drasl?
Ef eitthvað er að marka þá kenningu að umhverfi manns endurspegli sálarástandið þá hlýt ég að vera frekar veik á geðinu núna. Eða allavega þunn, flokkast þynnka ekki annars sem „sálarástand“? Ég á alltaf svo erfitt með að greina sundur anda, sál, geð og líkama. Halda áfram að lesa
Long time no see
Besti matsölustaður í bænum er terian í IKEA. Allavega er besta verðið þar. Og besta Spúnkhildur í heimi borðar stundum þar með mér í hádeginu. Svo er líka hægt að kaupa útsöluglös á leiðinni út. Halda áfram að lesa
Útsala
Ég fór á útsölur í dag. Tók systur mína Anorexíu með þar sem hún stóð á því fastar en fótunum að hún þekkti allar tískubúðir höfuðborgarsvæðisins og aftók með öllu að það væri nokkuð hæft í því að fatnaður í mínu númeri og með sniðum sem henta mér sé einfaldlega ekki til. Halda áfram að lesa
Tímaflakkarinn
Afjólun híbýla minna gengur frekar treglega. Þ.e.a.s. ég er ekkert byrjuð að taka niður ennþá. Ætlaði að gera það í gær en það er eins og vant er; það slítur gjörsamlega í sundur fyrir manni daginn að þurfa að mæta í vinnu. Halda áfram að lesa
Enn eitt leikritið
Frumsýning á Híbýlum vindanna í gær. Fín sýning. Jaðraði á köflum við að vera of artý fyrir minn smekk en slapp til og ég var ánægð með af leikstjórn, reyndar alla listræna stjórnun, hrifin af öllum leikurum, ekki síst börnunum sem stóðu sig mjög vel, sviðsmyndinni, búningunum o.s.frv. Sagan sjálf er dapurleg og sjálfsagt erfitt að segja svona mikla sögu í einu leikverki en handritið er þokkalegt. Sumsé vel þess virði að sjá þetta stykki. Halda áfram að lesa
Örstuttur fyrirlestur um hamingjuna
Ég hef aldrei séð hann öðruvísi en hamingjusaman.
-Hefurðu einhverja sérstaka ástæðu til að vera hamingjusamur eða er þetta bara kækur? spurði ég Halda áfram að lesa