Útsala

Ég fór á útsölur í dag. Tók systur mína Anorexíu með þar sem hún stóð á því fastar en fótunum að hún þekkti allar tískubúðir höfuðborgarsvæðisins og aftók með öllu að það væri nokkuð hæft í því að fatnaður í mínu númeri og með sniðum sem henta mér sé einfaldlega ekki til. Halda áfram að lesa

Enn eitt leikritið

Frumsýning á Híbýlum vindanna í gær. Fín sýning. Jaðraði á köflum við að vera of artý fyrir minn smekk en slapp til og ég var ánægð með af leikstjórn, reyndar alla listræna stjórnun, hrifin af öllum leikurum, ekki síst börnunum sem stóðu sig mjög vel, sviðsmyndinni, búningunum o.s.frv. Sagan sjálf er dapurleg og sjálfsagt erfitt að segja svona mikla sögu í einu leikverki en handritið er þokkalegt. Sumsé vel þess virði að sjá þetta stykki. Halda áfram að lesa