Sonur minn Byltingin fylgist með Morfís keppninni af áhuga. Það sem honum finnst svona áhugavert við þessa keppni, er það undur að til sé fólk sem þrátt fyrir að vera komið á framhaldsskólaaldur, skuli hafa þvílíkt yndi af fullkomlega tilgangslausum þrætum að það láti leiða sig út í aðra eins vitleysu og þá að keppa um það hvort liðið sé færara í þeirri list að fá fólk til að greiða atkvæði með „málefnum“ sem jafnvel ræðumaðurinn sjálfur telur röng og skaðleg. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Tímavillti Víkingurnn
Greiði
Hvert hringir maður þegar bíllinn neitar að fara í gang kl. 6 að morgni og maður þarf að koma Fréttablaðinu milli sveitarfélaga og bera það út fyrir kl 7?
Ég hringdi í Húsasmiðinn. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið lá það einhvernveginn beinast við. Þegar allt kemur til alls þekki ég engan jafn greiðvikinn.
Hann kom strax. Ekkert nema almennilegheitin og lánaði mér bílinn sinn. Faðmaði mig snöggvast þegar við skildum.
Engin loforð
Ég spurði Hótelstjórann hvort væri komið á hreint hvaða dag ég gæti flutt inn í íbúðina sem hann ætlaði að leigja mér en það reyndist þá bara vera einhver misskilningur að hann ætlaði að leigja mér hana. Halda áfram að lesa
Fumbl
Búin að prófa eldhúsið en veit ekki alveg hversu vel ég mun falla í hópinn. Ferðaþjónusta bænda var í mat og ég ætlaði að grípa tækifærið til að vera skemmtileg. Halda áfram að lesa
Leynivinur á ljóðakvöldi
Átti ekki von á að hitta hann á ljóðakvöldi en þarna er hann og lítur mig samsærisaugnaráði; við eigum leyndarmál. Hann leikur hlutverk sitt af kostgæfni, tekur í hönd mína og kynnir sig eins og hann sé að hitta mig í fyrsta sinn. Halda áfram að lesa
Ætli hann sé frátekinn?
Ég sé að vísu ekki hring en það er náttúrulega langt frá því að vera neitt garantí á okkar dögum. Ég gæti auðvitað spurt Spengilfríði. Halda áfram að lesa
Maðurinn með svörin
Nú hef eg drukkid morgunkaffi hjá manninum á veröndinni þrjá daga í röð. Varla stoppað nema 15 minutur í hvert sinn, enda þarf fólk að fá blaðið sitt svo mér er ekki til seturinnar boðið. En á þessum stutta tíma hefur honum teksit að leiða mig í allan sannleika um það hver sé tilgangur lífsins og hvernig best sé fyrir mig að hugsa og hegða mér svo ég verði hamingjusöm. Þetta er ákaflega hamingjusamur maður og mjög vitur. Halda áfram að lesa