Pistill handa sjoppueigendum

softice_600_01

Á Íslandi tíðkast ekki að kenna nýju starfsfólki vinnubrögð eða gefa því þær upplýsingar sem það þarf til þess að geta veitt góða þjónustu. Á mörgum vinnustöðum er nýju fólki bara hent út í djúpu laugina og þetta á ekki síst við um fyrirtæki sem ráða aðallega kornungt, ófaglært fólk til starfa. Halda áfram að lesa

Betra eftirlit með örorkusvindlurum

RUV birti ekki alls fyrir löngu frétt af 18 ára dreng sem hefur verið fatlaður frá fæðingu en þarf nú að sanna fötlun sína svo hann fái örorkubætur. Enginn vafi hefur leikið á fötlun hans hingað til og móðir hans hefur fengið umönnunarbætur en þar sem hann hefur nú náð 18 ára aldri er tilvalið að nota það tækifæri til að skapa dálítið vesen. Halda áfram að lesa

Þessi banani

banana-342575_640-300x281

Á leiðinni út í búð sá ég banana. Nei, ekki forsætisráðherra Íslands heldur venjulegan, ætan banana, af þeirri gerð sem vex á svokölluðum bananatrjám, gulan en ekki með brúnum flekkjum – ennþá. Hann lá á gangstéttinni fyrir framan mig, ég tók hann upp og hann reyndist heill og ómarinn. Raddirnar í hausnum á mér kepptust við að setja fram kenningar. Halda áfram að lesa

Ullargarnsdraumur

Sofnaði og dreymdi að ég væri í prófi. Það var bara eitt verkefni á prófinu: „Fjallaðu um fjárstjórnarvald Alþingis í víðu samhengi“ og ég skrifaði:

1. Skattlagningarvald.
2. Fjárveitingarvald.

Á milli þessara tvíburaturna er vítt samhengi og teygjanlegt, fullt af appelsínugulu ullargarni.