Bissniss

Sonur minn bissnissmaðurinn er að plana mikið gróðabrask. Hann vil að við bregðum okkur til Kúbu og kaupum miklar birgðir af kúbönskum vindlum til að selja hér heima. Telur engar líkur á að tollurinn fari að skipta sér af því.

Getur verið að ást mín á hinum illa Mammóni sé arfgeng?

Um hreinlæti

Sonur minn sóðabrókin hefur komist að þeirri niðurstöðu að í raun og veru sé hann mun meiri snyrtipinni en móðir hans. Kenningu sína byggir hann á tímamælingum. Þar sem ég eyði að meðaltali 12 mínútum í sturtu daglega en hann 36 mínútum, hlýtur hann að vera 200% hreinni. Það er svo aukaatriði hvort þessum 7 * 36 mínútum er skipt niður á 7 daga vikunnar eða bara 4. Halda áfram að lesa

Jólahlaðborð

Hótelstjórinn bauð staffinu í jólahlaðborð. Missti sig í óhóflegt örlæti, keypti barinn og sagðist ætla að fara á hausinn með stæl. Jeminn hvað við drukkum mikið. Samt varð ég ekki full sem er í rauninni ótrúlegt í ljósi þess að ég drakk eins mikið frá syni mínum og Sykurrófunni og ég mögulega komst yfir. Bara svo helvíti erfitt að ætla að takmarka unglingadrykkju með því að stela úr glösum barnanna þegar þau fá ótakmarkað magn áfengis afgreitt á barnum án þess að borga fyrir það. Halda áfram að lesa

Morfísinn

Sonur minn Byltingin fylgist með Morfís keppninni af áhuga. Það sem honum finnst svona áhugavert við þessa keppni, er það undur að til sé fólk sem þrátt fyrir að vera komið á framhaldsskólaaldur, skuli hafa þvílíkt yndi af fullkomlega tilgangslausum þrætum að það láti leiða sig út í aðra eins vitleysu og þá að keppa um það hvort liðið sé færara í þeirri list að fá fólk til að greiða atkvæði með „málefnum“ sem jafnvel ræðumaðurinn sjálfur telur röng og skaðleg. Halda áfram að lesa