Ég hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi. Í hvert sinn sem ég sé fram á blankheit undir þolmörkum fjölskyldunnar, koma aukaverkefni hlaupandi til mín af sjálfsdáðum. Er að merja síðasta hluta útborgunarinnar en komin feit skuld á kortið sem reynist svo ætla að reddast eins og allt annað. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Sigrún
Andlegt ástand eða bara drasl?
Ef eitthvað er að marka þá kenningu að umhverfi manns endurspegli sálarástandið þá hlýt ég að vera frekar veik á geðinu núna. Eða allavega þunn, flokkast þynnka ekki annars sem „sálarástand“? Ég á alltaf svo erfitt með að greina sundur anda, sál, geð og líkama. Halda áfram að lesa
Áramótaheit
Mér skilst að maður eigi helst að upplifa áramót sem einhverskonar tækifæri, nýtt upphaf á einhverju stórkostlegu. Maður á að gerast rosalega ferskur og taka nokkra daga í það að standa við loforðin sem maður er alltaf að gefa sjálfum sér og helst að finna upp á einhverju nýju til að lofa. Aukaatriði hversu lengi maður stendur við það. Halda áfram að lesa
Leið
-Mig vantar félagsskap! kveinaði ég.
-Ég er hér, sagði sonur minn Fatfríður.
-Elskan, þú ert einn af mínum allra bestu vinum en í augnablikinu vantar mig vinkonu, þú veist stelpu, og Spúnkhildur er í einhverju satanísku afmæli og Sigrún stendur í húsaviðgerðum. Halda áfram að lesa
Hollendingurinn fljúgandi
Hollendingurinn fljúgandi flutti formlega inn á gamlársdag. Þar með rættist mikilvægasta áramótaheit ársins 2003. Mikilvægasta loforð sem ég gaf sjálfri mér um þessi áramót er það að leggja nógu mikla vinnu í sambandið til þess að það verði ennþá betra um næstu áramót. Halda áfram að lesa
Gotland
Fjáreyjamállískan er náskyld íslensku. Í gærkvöld heimsóttum við vinafólk Birgis, mann sem er innfæddur Fjáreyingur og konuna hans. Fjáreyingurinn drykkfelldi kallar þröskuld treskjold og greinar grænar. Konan er myndlistamaður og kötturinn þeirra heitir Spin Laden. Halda áfram að lesa
Nýr karakter í safnið
Í gærmorgun sat ég uppi í Þjóðarbókhlöðu en varð ekkert úr verki. Mig langaði í kaffi en gat ekki hugsað mér að fara á einhverja kaffistofuna á háskólasvæðinu. Eins og einn karakterinn í KVETCH orðar það; ég dey innan um fólk. Halda áfram að lesa