Rapport

Ef allt gengur eftir fer ég til Tel Aviv þann 28. ágúst.

Kappa Fling Fling hringdi í mig og bauð mér betri kjör. Aftur! Ég skulda þessum banka helling af peningum og það hefði verið miklu rökréttara að skerða kjörin mín en bæta þau. Ég efast samt um að bankanum mínum þyki vænt um mig. Tek þessu frekar sem merki um að fýlan sé rokin úr Mammoni.

Ég er ekki frá því að hjartveikin í mér sé að skána. Ég á yfirleitt auðvelt með að taka ákvarðanir en er búin að vera í krísu út af búðinni alveg voðalega lengi. Mér þykir vænt um hana og vil ekki sleppa henni en hef svo sterka þörf fyrir að takast á við eitthvað nýtt að ég er lengi búin að vera að hugsa um að loka. Ég sé fram á að með því að fara í skólann geti ég bæði haldið í búðina og líka gert eitthvað fyrir heilann í mér.

Saving Iceland stendur fyrir dagskrá í Reyjavíkurakademíunni (JL húsinu) kl 19:30 í kvöld. Samarandra Des, indverskur sérfræðingur um áliðnaðinn heldur fyrirlestur um goðsögnina um hreina orku og Andri Snær Magnason mun einnig taka til máls. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og það er enginn aðgangseyrir. Ég hvet alla sem hafa áhuga á umhverfismálum eða vilja kynna sér rök stóriðjuandstæðinga til að mæta.

 

Hversvegna eru þau að þessu? SI stöðvar jarðhitaborun

,,Orkuveita Reykjavíkur fjárfestir í landi langra lista mannréttindabrota!”

HELLISHEIÐI – Í morgun stöðvaði umhverfishreyfingin Saving Iceland vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aktívistar hafa læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána sem segir ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen”. Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins. Halda áfram að lesa

Saving Iceland á Ítalíu og í Sviss

Merkilegt með hergöng sem eru framleidd hjá fyrirtækjum Alcoa. Þau eru eingöngu notuð til að verja fólk. Ekki til að ráðast á neinn.

http://savingiceland.puscii.nl/?p=2409&language=is

Ég sé að í greinina vantar tengil en ég reikna með að þetta sé tengillinn sem átti að fylgja henni:

Netsíða Alcoa

Og hér er svo smá á íslensku:

Alcoa er að eigin sögn hergagnaframleiðandi

Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar

980__320x240_imgp0362FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT

REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá r). Halda áfram að lesa

Saving Iceland og Útlendingastofnun eru ekki sama fyrirbærið

Mér finnst nú líklegt að þessi misskilningur hafi komið upp vegna þess að ég sagði frá því að Speglinum að Miriam hefði tilkynnt á fundi hjá SI að hún ætlaði ekki að taka beinan þátt í aðgerðum sem gætu talist ólöglegar á meðan Íslendingar sýndu þessa hörku.  En ég tók reyndar líka fram að hún myndi vinna með okkur áfram, enda væri nóg af áhættuminni verkefnum fyrir hana.

mbl.is Miriam Rose gefst aldrei upp