Þroskaheftir síamstvíburar eða tvíhöfða asni?

20010303-300x286Andri Snær Magnason hefur beðist afsökunar á því að nota orðin þroskaheftur síamtvíburi um væntanlega ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.  Afsökunarbeiðninni beinir hann ekki til stjórnar og félagsmanna umræddra flokka heldur til fatlaðra.  Móðgunin felst þó ekki í því að líkja fötluðum við þessi ógeðfelldu stjórnmálaöfl heldur í því að tala um fötlun sem eitthvað neikvætt.

Halda áfram að lesa

Rapport

Ef allt gengur eftir fer ég til Tel Aviv þann 28. ágúst.

Kappa Fling Fling hringdi í mig og bauð mér betri kjör. Aftur! Ég skulda þessum banka helling af peningum og það hefði verið miklu rökréttara að skerða kjörin mín en bæta þau. Ég efast samt um að bankanum mínum þyki vænt um mig. Tek þessu frekar sem merki um að fýlan sé rokin úr Mammoni.

Ég er ekki frá því að hjartveikin í mér sé að skána. Ég á yfirleitt auðvelt með að taka ákvarðanir en er búin að vera í krísu út af búðinni alveg voðalega lengi. Mér þykir vænt um hana og vil ekki sleppa henni en hef svo sterka þörf fyrir að takast á við eitthvað nýtt að ég er lengi búin að vera að hugsa um að loka. Ég sé fram á að með því að fara í skólann geti ég bæði haldið í búðina og líka gert eitthvað fyrir heilann í mér.

Saving Iceland stendur fyrir dagskrá í Reyjavíkurakademíunni (JL húsinu) kl 19:30 í kvöld. Samarandra Des, indverskur sérfræðingur um áliðnaðinn heldur fyrirlestur um goðsögnina um hreina orku og Andri Snær Magnason mun einnig taka til máls. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og það er enginn aðgangseyrir. Ég hvet alla sem hafa áhuga á umhverfismálum eða vilja kynna sér rök stóriðjuandstæðinga til að mæta.

 

Minni á Reykjavíkurakademíuna í kvöld

Saving Iceland stendur fyrir dagskrá í Reykjavíkurakademíunni (Í JL húsinu)   kl. 19:30 í kvöld.

Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, fjallar um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn. Einnig mun Andri Snær Magnason tala um goðsögnina um ‘græna og hreina’ álframleiðslu.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.

Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel.

Hreint ál?

Miðvikudaginn 23. júlí kl. 19:30 býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121.

Á ráðstefnunni mun koma fram Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi.
Samarendra mun fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og

Andri Snær munu brjóta á bak aftur goðsögnina um
svokalla ‘græna og hreina’ álframleiðslu.

Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni ‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ á Hótel Hlíð í Ölfussi, þar sem Andri Snær kom m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a. frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða komu sína á síðustu stundu. Við hjá Saving Iceland erum því ánægð að hafa loks tækifæri til að bjóða Samarendra velkominn til landsins. Fyrirlesturinn fer fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og hefst kl. 19:30. Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel Ef þú hefur áhuga á því að hitta Samarendra, taka viðtal við hann og svo frv. hafðu þá samband við Snorra s. 857 3521. Nánar á www.savingiceland.org