Mylla

Ilmur af jörð.
Ligg í grasinu hjá Gullinmuru og Gleymmérei og hlusta á Urriðafoss.
Handan Þjórsár eru nokkrir ísbirnir á beit.

Ég er ekki einu sinni neitt sérstakt náttúrubarn. Trúi bara á ákveðið réttlæti. Rétt fólks til að ákveða hvort það ætlar að selja jarðirnar sínar án þess að hafa áróðursmeistara inni á gafli hjá sér nánast vikulega (svo er fólk að hneykslast á ágengni votta Jehóva). Rétt almennings til að fá réttar upplýsingar. Rétt náttúrunnar sjálfrar.

Fullkomið veður til gönguferðar. Mömmurnar mættar líka. 10 félagar úr Sól á Suðurlandi komu og þeir sem ég talaði við taka bara mjög vel í að vinna með okkur.

Hvernig étur maður fíl? Einn bita í einu segja þeir. Við eigum mikinn fíl óétinn.
Við gætum kannski kryddað hann með blóðbergi

Aðstaðan er ekki ironisk. Hún er aluminumísk.

Þetta er bara ekki rétta aðferðin

Í hvert sinn sem Saving Iceland hreyfingin beitir mótmælaaðgerðum sem ögrar ramma laganna, fer bloggheimur á límingunum og er það vel. Greinilegt er að efasemdir um borgaralega óhlýðni eru mjög sterkar og sú skoðun á fullan rétt á sér. Það er þó nákvæmlega sama hverju er mótmælt og á hvaða hátt, alltaf koma fram hópar sem vilja frekar að einhverju öðru sé mótmælt (þótt sama fólk nenni auðvitað ekki að standa í því að skipuleggja slík mótmæli sjálft) og eins eru alltaf einhverjir sem hafa skoðun á því hvaða aðferð eigi að nota. Halda áfram að lesa

Nánari útlistun

Hér http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/595028/ er að finna nánari skýringu á því hvað málið snýst um. Ég reikna að vísu ekki með því að þeir sem halda uppi umræðu sem einkennist af sleggjudómum og getgátum um eðli og uppruna mótmælenda kynni sér hana.Þeim fjölgar þó stöðugt sem vilja taka afstöðu byggða á upplýsingum og fyrir þá er þetta birt.

mbl.is Stöðvuðu vinnu í Helguvík

Bjargvættirnar komnar á kreik

Duglegt fólk frá mörgum löndum dreif sig í Helguvíkina í morgun.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið birti ég hér að neðan nánari útlistun. Hinir munu sjálfsagt gjamma um hryðjuverkamenn og atvinnulausa atvinnumótmælendur í þeirri sælu blekkingu að ‘hreina orkan’ okkar sé að bjarga jörðinni frá kolaknúnum álverum í Kína og okkur Íslendingum frá hungurdauða.

Halda áfram að lesa

Dæmd …

… sek, fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Ekkert tillit tekið til þess hvernig siðmenntaðar þjóðir fara með sambærileg mál. Fyrir nú utan það að hvað sjálfa mig varðar a.m.k. þá hefur ekkert komið fram sem styður þá tilgátu að ég hafi óhlýðnast einu eða neinu enda var mér ekkert boðið upp á að færa bílinn sjálf eftir að fólkið hafði verið losað undan honum.

Hér má lesa dóminn.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig mál vörubílstjóra, sem sköpuðu raunverulega truflun og raunverulega hættu, verður dæmt.

Við förum auðvitað með þetta fyrir Hæstarétt.

 

Ósigur yfirvofandi

Röddin í símanum var klökk.

-Helvítin hafa vaðið hér um allar sveitir síðustu vikur og herjað á fólk, og mest þá sem þeir vita að eru í fjárhagsvandræðum. Í allavega einu tilviki óðu þeir inn á landareign til að gera einhverjar rannsóknir án leyfis landeiganda, töluðu bara við unglinginn á heimilinu og fannst það víst nóg. Ég hef aldrei heyrt jafn þungt hljóð í mínum félögum fyrr. Björk er víst komin með einhverja bakþanka, ekkert víst að hún komi hingað austur og það stendur til að samningar við landeigendur í Rangárvallasýslunni verði undirritaðir á mánudaginn. Við erum hrædd um að Landsvirkjun komi hingað með vinnuvélar strax í næstu viku.

Halda áfram að lesa