Saving Iceland og Útlendingastofnun eru ekki sama fyrirbærið

Mér finnst nú líklegt að þessi misskilningur hafi komið upp vegna þess að ég sagði frá því að Speglinum að Miriam hefði tilkynnt á fundi hjá SI að hún ætlaði ekki að taka beinan þátt í aðgerðum sem gætu talist ólöglegar á meðan Íslendingar sýndu þessa hörku.  En ég tók reyndar líka fram að hún myndi vinna með okkur áfram, enda væri nóg af áhættuminni verkefnum fyrir hana.

mbl.is Miriam Rose gefst aldrei upp

One thought on “Saving Iceland og Útlendingastofnun eru ekki sama fyrirbærið

  1. ——————————————–

    Þvílíka viðbjóðs hippahasshausadrusla! Er ekkert í UK sem hún gæti mótmælt? Td kjarnaofnar á sjó og landi? Getur þessi hæna ekki hlekkjað sig við eitthverja drullufabrikuna í sínu landi og látið okkur vera.

    Ps. Er alveg viss um að hún hefur ekki farið í bað síðan á jólunum!

    óskar (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:48

    ——————————————–

    Og hvaða hörku er hún að tala um? Er það málið að þegar það er stoppað að hún vinni hryðjuverk hér á fjölþjóðlegum fyrirtækjum þá sé það harka? Lenti þessi kjána stelpa í spítala eftir lögguna hérna??

    Þetta er auðvitað skemdarvargur sem á að vísa úr landi.

    óskar (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 20:22

    ——————————————–

    Óskar: Ég skal með ánægju útskýra fyrir þér hvað átt er við með hörku Íslendinga í þessum efnum, ef þú treystir þér til að fá útrás fyrir dónaskapinn í þér annarsstaðar en hér. Að öðrum kosti bendi ég þér vinsamlegast á að hoppa upp í rassgatið á þér.

    Eva Hauksdóttir, 23.7.2008 kl. 00:37

    ——————————————–

    Ég hreinlega verð að hrósa þér fyrir þetta svar 🙂

    stórkostlega svarað alveg fáránlega dónalegu commenti.

    Árni Sigurður Pétursson, 23.7.2008 kl. 11:49

    ——————————————–

    Svo. Þú hefur ákveðið að vera nokkurs konar rödd skynseminnar í þessum háværa skítastormi undirmennsku hins nettengda íslenska almennings.

    Megi allar vættir Internetsins vaka yfir þér.

    Alexander (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:33

    ——————————————–

    Sammála ÁSP, eitt besta svar við dónaskap sem ég hef lesið hér á blogginu 

    En hvað áttu við með hörku Íslendinga?  Ég hélt að samtökin væru einmitt með mótmæli hérlendis  vegna þess að harkan sú væri verulega minni en þar sem mér sýnist helst vera mótmæla þörf?

    Kolbrún Hilmars, 23.7.2008 kl. 16:37

    ——————————————–

    Það sem við eigum við með hörku er að Miriam var hótað brottvísun úr landi fyrir að „ógna grundvallar gildum samfélagsins“ eins og það var orðað í bréfi útlendingastofnunnar (sem henni var afhent meira en 4 mánuðum eftir að það var skrifað).

    Það er mjög óvenjuleg afstaða í Vestrænu samfélagi að líta á mótmælaaðgerðir sem ógn við grunngildi samfélagsins. Þvert á móti er almennur skilningur, bæði í Evrópu og Ameríku sá, að grunngildi samfélagsins séu almenn mannréttindi, þ.m.t. rétturinn til að tjá skoðanir sínar. Nánar hér:http://www.eggin.is/index.php?option=com_content&task=view&id=676&Itemid=47 Þeir sem ógna grunngildum samfélagsins eru t.d. einræðisherrar og leiðtogar skæruliða.

    Þegar útlendingum er vísað úr landi, er yfirleitt um að ræða alvöru glæpamenn, ýmist síbrotamenn eða menn sem hafa fengið á sig dóma fyrir fíkniefnabrot og ofbeldi. Það verður að teljast óvenjuleg harka að setja manneskju sem berst fyrir mannréttindum og náttúrvernd í þann flokk.

    Eva Hauksdóttir, 23.7.2008 kl. 17:04

    ——————————————–

    Reyndar ber að geta þess að íslensk lög um tjáningarfrelsi og mannréttindi eru ekkert harðari en í nágrannalöndunum, (enda hélt þessi ásökun lögreglunnar ekki vatni og útlendingaeftirlitið neitaði að vísa Miriam úr landi).  Hinsvegar hefur túlkun bæði lögreglunnar og dómkerfisins á lögunum markast af því viðhorfi að ef hagsmunir fyrirtækja stangist á við hagsmuni mótmælenda, þá skuli sá ríkari njóta þess.

    Eva Hauksdóttir, 23.7.2008 kl. 17:09

    ——————————————–

    Ef löggjafinn getur ekki skammlaust komið frá sér lögum sem framkvæmdavaldinu er ætlað að vinna með, og framkvæmdavaldið þarf að „túlka“ vilja löggjafans svona hips og haps, þá er tímabært að skipta um mannskap á löggjafarþinginu. Punktur!

    Kolbrún Hilmars, 23.7.2008 kl. 17:47

    ——————————————–

    Það er nú reyndar ekki eins einfalt og ætla mætti að setja lög sem bjóða aðeins upp á einn túlkunarmöguleika. Réttarhöld snúast nánast alltaf að hluta til um það hvernig beri að túlka lögin, auk þess sem ein lagagrein getur verið á skjön við aðra en þá þarf að meta hvor er mikilvægari.

    Sem dæmi má nefna að það er lögum samkvæmt er almenningi bannað að fara inn á vinnusvæði í heimildarleysi. Hinsvegar er mjög vafasamt að útgáfa byggingarleyfis fyrir álver í Helguvík standist lög og náttúruverndarsamtök Íslands eru búin að kæra hana. Ef um ólöglega framkvæmd er að að ræða er það réttur og reyndar skylda hins almenna borgara að framfylgja lögum og stöðva byggingu álversins. Það getur því verið álitamál hvort mótmælendur Saving Iceland brutu lög eða tóku að sér starf sem lögreglan hefði átt að sinna. Í þessu tilviki var lögreglan t.d. ekki nógu viss til þess að sjá ástæðu til að handtaka fólkið.

    Eva Hauksdóttir, 23.7.2008 kl. 18:14

    ——————————————–

    Eva, minn skilningur er sá að það sé framkvæmdavaldið sem er í vandræðum með túlkunina, dómsvaldið fer alltaf eftir bókstafnum – nema snjallur lögmaður geti sýnt fram á annað.

    Ruglingslegt?  já, og veldur þar að auki bæði réttarfarslegu óöryggi almennings og hættu á að meðferð sakbornings sé háð hæfni lögmanns hans.

    Óréttlátt réttarfar?  já, ef hæfni lögmanns ræður niðurstöðu dómsins.

    Kolbrún Hilmars, 23.7.2008 kl. 18:57

    ——————————————–

    Málið er að bókstafurinn er heldur ekkert alltaf á hreinu og þessvegna er meðferð sakbornings, eins og þú bendir á bæði háð hæfni lögmannsins og einnig persónulegri skoðun dómara. Sem gerir það auðvitað að verkum að réttmæti dóma er oft vafasamt.

    Ég er því sammála að það mætti alveg stokka upp á þinginu. Fullt af lögum sem mér finnst að þurfi að endurskoða eða skýra betur.

    Eva Hauksdóttir, 23.7.2008 kl. 19:05

Lokað er á athugasemdir.