Bísam

Eva: Hvort þætti þér verra; að vera utangarðs út á það sem þú ert eða að njóta viðurkenningar út á eitthvað sem þú ert ekki?
Ljúflingur: Ég held að gagnvart hópnum vilji flestir vera inni, jafnvel út á falska ímynd. Ekki kannski þú en flestir eru háðir félagslegri viðurkenningu.
Eva: Ég held að þú hafir rétt fyrir þér en gildir annað gagnvart nánum samböndum en hópnum?
Ljúflingur: Jaaaaá, viljum við ekki geta tekið niður grímurnar í nokkuð góðri vissu um að við séum elskuð þrátt fyrir að vera eins og við erum?
Halda áfram að lesa

Hmmmm…

Karlmannleg örvænting?

Flokkast það semsagt ekki sem merki um örvæntingu þegar konur leggja á sig mishættulegar fegrunaraðgerðir, eru í krónískri megrun frá 12 ára aldri og fara með 15% tekna sinna í snyrtivörukaup? Eða er það ekki eins athyglisvert af því að þær eru örvæntingarfullar frá unglingsaldri?

 

Glimrandi

Minningartónleikarnir um Vilhjálm Vilhjálmsson fóru langt fram úr væntingum.

Borghildur var virkilega í skýjunum, hafði alls ekki búist við neinu merkilegu, og þar sem hún er 6 árum yngri en ég hefur hún líklega ekki gert sér neina grein fyrir því hversu mörg dásamlega lög Vilhjálmur gerði vinsæl. Eða gerðu hann vinsælan, sem er allt eins líklegt.

Hafi ég nokkurntíma verið í vafa um að Stebbi Hilmars hefði átt að fara í klassískt söngnám þá eyddu þessir tónleikar þeim efasemdum að fullu.

Já og ég hef víst alveg gleymt að hæla Snorra Hergli fyrir standöppið á miðvikudaginn. Það var bráskemmtilegt. Ég held að mín innri menningarspíra sé að koma til eftir langan vetur. Ég hef ekkert farið í leikhús eða yfirhöfuð gert neitt fyrir sálina í mér í marga mánuði. Ekki fyrir hárið á mér heldur en nú er helvítið hann mars næstum búinn.

Vantar gjafahugmynd

Ég þarf bráðum að finna gjöf, helst táknræna. Hvað gefur maður þeim sem iðulega er með nefið ofan í hvers manns koppi en hefur þó aldrei fundið skítalyktina heima hjá sér?

Fling

Kurteisishjal höfðar ekki sérstaklega til mín og eftir stutt spjall um daginn, veginn og verðlagið, spurði ég hreint út:
-Og einhver ást í spilinu?
-Ég er ennþá með sama flingið og síðast,
 svaraði hann.
-Áttu við þessa sem kom með þér hingað fyrir jólin? spurði ég og jú þaðvar víst sú sama. Halda áfram að lesa

Hákarl

Markmið, markmið, heimurinn æpir markmið. Það er töfrabragð nútímans. Ef þú veist ekki hvert þú ætlar, þá kemstu ekki þangað. Ef þú vilt ekkert, þá færðu ekkert. Ef þú hefur ekki framtíðarplan mun nokkuð hræðilegt henda þig -nefnilega ekkert! Halda áfram að lesa