Glimrandi

Minningartónleikarnir um Vilhjálm Vilhjálmsson fóru langt fram úr væntingum.

Borghildur var virkilega í skýjunum, hafði alls ekki búist við neinu merkilegu, og þar sem hún er 6 árum yngri en ég hefur hún líklega ekki gert sér neina grein fyrir því hversu mörg dásamlega lög Vilhjálmur gerði vinsæl. Eða gerðu hann vinsælan, sem er allt eins líklegt.

Hafi ég nokkurntíma verið í vafa um að Stebbi Hilmars hefði átt að fara í klassískt söngnám þá eyddu þessir tónleikar þeim efasemdum að fullu.

Já og ég hef víst alveg gleymt að hæla Snorra Hergli fyrir standöppið á miðvikudaginn. Það var bráskemmtilegt. Ég held að mín innri menningarspíra sé að koma til eftir langan vetur. Ég hef ekkert farið í leikhús eða yfirhöfuð gert neitt fyrir sálina í mér í marga mánuði. Ekki fyrir hárið á mér heldur en nú er helvítið hann mars næstum búinn.