Flokkast það semsagt ekki sem merki um örvæntingu þegar konur leggja á sig mishættulegar fegrunaraðgerðir, eru í krónískri megrun frá 12 ára aldri og fara með 15% tekna sinna í snyrtivörukaup? Eða er það ekki eins athyglisvert af því að þær eru örvæntingarfullar frá unglingsaldri?
————————
Posted by: hildigunnur | 31.03.2008 | 9:51:39
— — —
mér finnst athyglisverð sú fullyrðing að „dauðabeygur“ kvenna risti ekki eins djúpt og karla og skil ekki þá ályktun.
Posted by: baun | 31.03.2008 | 9:58:35
— — —
Mer finnst thetta ekki serstaklega ahugaverd frett.
Hins vegar finnst mer spurningin thin lika skritin. Thad var ekkert verid ad fjalla um hvort ungar stulkur vaeru orvasentingarfullar i tilraunum til ad vera fallegar, heldur var verid ad fjalla um vidbrogd kynjanna vid theirri omurlegu stadreynd ad vid erum ekki eilif.
Posted by: Haukur | 31.03.2008 | 10:03:19
— — —
Já einmitt Haukur og ég get ekki séð að konur taki því neitt betur en karlar, reyndar virðast þær átta sig á því miklu fyrr.
Posted by: Evae | 31.03.2008 | 10:22:25
— — —
Thad ma aftur vel vera, enda thykir mer eins og adur sagdi litid til um thessa frett.
Posted by: Haukur | 1.04.2008 | 8:26:56