Lofthræðsla

Ég hef aldrei séð þyrlu í návígi áður. Hvað þá stjórnbúnaðinn. Þetta eru varla færri en 60 takkar og mælar. Ég þorna upp í kokinu bara af því að horfa á þá. Trúi ekki því sem ég veit, að þessir hrærivélarspaðar geti lyft svona stóru tæki upp í háloftin. Eðlisfræðin er mun ótrúverðugri en galdur. Halda áfram að lesa

Mús

-Ég man sjaldan drauma en mig dreymdi mús í nótt, sagði hann. Ég fékk snöggan sting í hjartað, slíkur draumur hlaut að hafa merkingu en hún gat verið tvíræð.
-Varstu hræddur við hana? spurði ég.
-Nei, alls ekki. Hún var lítil og sæt og kúrði í hreiðri, sagði hann. Halda áfram að lesa

Allt í lagi

Í fyrradag reiknaði ég fastlega með að vera orðin geðdeildarmatur um helgina. Í dag er allt í lagi. Samt er ég ekkert „hætt þessari vitleysu“ og búin að finna mér fallegan fávita til að sódómast með. Það er alveg með ólíkindum hvað manni gengur miklu betur að glíma við geðbólgur ef maður á kærasta sem hegðar sér ekki eins og fáviti. Halda áfram að lesa

Út yfir gröf og dauða

-Geturðu talað við dáið fólk? spurði stúlkan áhugasöm.
-Ég nenni nú ekki einu sinni að tala við lifandi fólk. Af hverju ætti ég að vilja tala við þá sem eru dánir? sagði ég.
-Bara til að gá hvað þeir segja, sagði hún. Halda áfram að lesa

Grýla

Grýlan er brostin á fyrir alvöru. Svefntruflanir, flökurleiki, máttleysi, magaverkir, vöðvabólga, sinadráttur og nætursviti. Ég naga neglurnar, þamba mjólk, verður ekkert úr verki, forðast óþægileg viðfangsefni, fæ skjálftaköst í hvert sinn sem síminn hringir. Ef þetta versnar verð ég lögst í grátköst um helgina. Halda áfram að lesa

Bílkynhneigð

Um daginn varð mér það á að missa út úr mér nokkuð sem ég gerði mér enga grein fyrir að hljómaði sem töfraþula í eyrum sonar míns. „Pegasus á svona bíl“, þannig hljómar hið heilaga orð. Hann hefur hreinlega ekki látið mig í friði síðan.
-Fokk nei, ég trúi þér ekki!
-Ertu viss um að hann eigi hana sjálfur?
-Er hún ekta? Ertu viss um að það sé ekki bara eitthvað drasl með svipað útlit?
-Er ryð í henni?
-Er hann með hana í almennilegum bílskúr? Halda áfram að lesa

Morðgátukvöld

Frumkvöðlakonur spila ekki endilega eftir reglunum eins og sannaðist í morðgátuferðinni um helgina. Lögfræðingurinn var orðinn fremur ráðvilltur á svip þegar hann sat óvænt uppi með lík, sem engan veginn passaði inn í söguþráðinn og einn þátttakenda lá eins og ormur á gulli á hlut sem gegndi stóru hlutverki í lausn gátunnar. Halda áfram að lesa