Til mergjar

Allt vesen og dram í mannlegum samskiptum er runnið af einni eða fleiri af þremur rótum

-Því sem A segir og/eða gerir.
-Því sem A meinar eða meinar ekki með því sem hann segir og/eða gerir.
-Því hvernig B túlkar það sem A segir og/eða gerir. Halda áfram að lesa

Hólí krapp!

Ekki spyrja mig hvað hljóp í mig, það er ekki eins og ég hafi einhvern tíma til að sóa í vitleysu í dag, en mér varð það á að kíkja sem snöggvast á femin.is. Ég kenni þér um það Beta.

Þetta hlýtur að vera rökvilla ársins 2007:

Því eldri sem þú ert, því fleiri elskhuga hefur þú átt, og því fjölbreyttara kynlíf hefur þú stundað.

Plís, fyrir þá litlu trúarglætu sem ég ennþá hef gagnvart mannkyninu; getur ekki einhver vísað mér á rannsókn sem sýnir fram á það með óyggjandi hætti að konan sé heimskara kynið?

Lit

Ljúflingur. Huldumaðurinn minn.

Þegar ég ætlaði að ýta þér til hliðar svaraðir þú með því að segja tíkinni þinni allt af létta og herja út formlegt leyfi til að gista hjá mér. Ég orti þér ljóð í tilefni af þeim undarlega gjörningi. Hélt áfram að leita að frambærilegum kærasta en tók samt nokkrar óafturkræfar ákvarðanir. Fannst ég næstum elskuð um tíma. Halda áfram að lesa

Mmmhmmm

Pegasus er búinn með vefbókina mína. Grey strákurinn. Hann hefur líklega haldið að það myndi svara einhverjum spurningum en glöggskyggnir hafa sagt mér að hún veki fleiri spurningar en hún svarar.

Nú er hann byrjaður á ljóðunum. Maður sem segist vera gersneyddur bókmenntaáhuga. Ég er farin að halda að þetta sé eitthvað persónulegt.

Ég sé að Lóa Aldísar er búin að gefa út skáldsögu. Stundum finnst mér eins og allir séu búnir að gefa eitthvað út nema ég. Jú ég gaf út eina ljóðabók en það er ekki að marka. Fólk les ekki ljóð. Nema náttúrulega Pegasus.

Andskot

-Það er eitthvert rugl í bankanum.

Jamm. Auðvitað getur bankastarfsfólk gert mistök. Ég hef lent í því sjálf. Það tók eina mínútu að laga það. Leigjandinn hans pabba míns borgaði ekki leiguna núna um mánaðamótin. Varð ægilega hissa þegar ég hafði samband því hún er með greiðsluþjónustu og innistæðan á reikningnum hennar var svo lág að upphæðin hlaut að hafa farið út. Hún fór inn á netbankann og sá villuna strax. Upphæðin sem hún leggur í reglubundinn sparnað hafði verið tekin tvisvar sinnum og ekki nóg eftir fyrir leigunni. Eitt símtal og mistökin eru leiðrétt. Halda áfram að lesa

Gúrk

Ég yrði leiðinlegur sjúklingur. Ég hef verið lasin síðan á fimmtudag og er með a.m.k. jafn mikla geðbólgu og hálsbólgu. Þetta er svona klassískt lasleikaástand, ekki nógu veik til að leyfa mér að leggjast í bælið en líður illa og er allt of slöpp til að ná viðunandi afköstum. Að sjálfsögðu er ég með ljótuna líka. Þrútin í kringum augun og rauð í kringum munn og nef. Sýg upp í nefið og hósta á milli þess sem ég staupa mig á dönskum brjóstdropum. Halda áfram að lesa

Vanur maður

Óvenjulegt að mæta í Borgarleikhúsið kl 9 að morgni en litli leikaravinur minn bauð mér á skólasýningu í morgun. María, asninn og gjaldkerarnir heitir hún. Í næsta sæti við mitt situr einn lítill. Líklega 5 ára. Vasaútgáfa af Ásgeiri litla og enginn situr við hliðina á honum. Halda áfram að lesa