Ég vissi alveg að ég væri búin að kynnast besta manni sem ég hef nokkurntíma orðið hrifin af en lengi getur best bestnað. Hann bauðst til að strekkja fyrir mig viftureimina í sjálfrennireið minni og það þótti mér vænt um. Ég las smávegs fyrir börnin og lék við þau á meðan en fór svo niður í bílskúr til að sjá hvernig verkinu miðaði. Nema hvað, hann var þá langt kominn með að þrífa gripinn í þokkabót. Mér finnst ekkert leiðinlegra en að þrífa bíla og það hefur enignn gert neitt svona fyrir mig áður.
Ekki nóg með það. Ég ætlaði að sýna þá lágmarks viðleitni að tæma uppþvottavélina en hann var þá búinn að því líka. Ekki veit ég hvernig það gat gerst án þess að ég tæki eftir því.
Hversu fokking demit æðislegur getur einn maður verið?