Ég vissi alveg að ég væri búin að kynnast besta manni sem ég hef nokkurntíma orðið hrifin af en lengi getur best bestnað. Hann bauðst til að strekkja fyrir mig viftureimina í sjálfrennireið minni og það þótti mér vænt um. Ég las smávegs fyrir börnin og lék við þau á meðan en fór svo niður í bílskúr til að sjá hvernig verkinu miðaði. Nema hvað, hann var þá langt kominn með að þrífa gripinn í þokkabót. Mér finnst ekkert leiðinlegra en að þrífa bíla og það hefur enignn gert neitt svona fyrir mig áður.
Ekki nóg með það. Ég ætlaði að sýna þá lágmarks viðleitni að tæma uppþvottavélina en hann var þá búinn að því líka. Ekki veit ég hvernig það gat gerst án þess að ég tæki eftir því.
Hversu fokking demit æðislegur getur einn maður verið?
—————————————————
Og nú er þessi elska að taka bílinn að innan líka. Ég bað um alþrif á bílinn minn í afmælisgjöf þegar ég varð fertug en enginn tók mig alvarlega. Þetta er sko akkúrat og einmitt það sem mig hefur langað í og ég get ekki útskýrt af hverju en mér finnst ennþá meira virði að hann skuli gera það sjálfur en að gefa mér gjafabréf. Ég er í skýjunum.
Posted by: Eva | 27.12.2007 | 17:18:02
— — —
Vei! Þetta er annað hvort mjög klár eða mjög vel þjálfaður karlmaður. Í öllu falli eigulegur!
Ég á engan bíl en ætti ég bíl og karlmann væri ég líka himinlifandi! 🙂
Posted by: Unnur María | 27.12.2007 | 20:10:24