–Takk fyrir komuna, sagði Tristan litli þegar þau voru að fara heim í gærkvöld.
Minnir mig á það þegar Keli og Lindita komu með telpurnar sínar í búðina til mín. Emma fékk litla brúðu og þegar ég rétti henni hana sagði hún -segðu takk. Vel uppalin börn fá snemma á tilfinninguna hvenær er viðeigandi að sýna kurteisi, þótt nákvæm útfærsla á reglunni komi ekki alveg strax.
Ég vaknaði ekki fyrr en hálf tólf í dag en nú er ég líka að verða úthvíld. Miriam var rétt í þessu að færa mér kaffibolla. Yndislegt.