Allir sem þekkja mig almennilega eru í útlöndum.
Sumt fólk verður svo stór hluti af sálinni í manni að það er óþarfi að syrgja það þegar það fer. En svo bara kemur samt að því.
Allir sem þekkja mig almennilega eru í útlöndum.
Sumt fólk verður svo stór hluti af sálinni í manni að það er óþarfi að syrgja það þegar það fer. En svo bara kemur samt að því.
Sonur minn Byltingin er farinn út í víða veröld. Aftur. Fannst eitthvað svo ómögulegt að vera svona reynslulaus. Það hafa nefnilega ALLIR séð heiminn nema Haukur. ALLIR hafa farið til Indlands og Kína og Afríku.
Hann hefur nú reyndar ferðast töluvert meira en ég en en það stendur til bóta. Í haust. Kannski fyrr. Vonandi fyrr. Mér finnst satt að segja ekki eftir neinu að bíða, bara spurning um það hvernig varður hagar fjármálum og öðrum praktískum hlutum.
Vaknaði í svitabaði og með hnút í maganum og skildi ekkert hversvegna. Það er sjaldgæft að ég stressi mig yfir engu en þótt ég færi samviskusamlega yfir allt sem gæti orsakað þetta ástand fann ég enga rökrétta skýringu. Bara eins og eitthvað óþægilegt væri í aðsigi.
Ég fór til Pegasusar til að gá hvort hann væri að setja í dömpgírinn en sá ekkert sem benti til þess. Samt hvarf hnúturinn ekki. Ekki fyrr en ég fékk pínu óþægilegt símtal.
Hann er horfinn núna. Og bíllinn minn sennilega ónýtur. Enginn meiddist.
Iðulega berst Nornabúðinni tölvupóstur sem hljóðar eitthvað á þessa leið: „Mig vantar einhvern góðan galdur. Hvað geturðu ráðlagt mér?“
Ætli þetta sama fólk skrifi fataverslunum tölvupóst með skilaboðunum: „Mig vantar einhverja góða flík. Hvað geturðu ráðlagt mér?“
Mér finnst þó enn furðulegra þegar fólk kemur inn í búðina og segir „mér er sagt að ég sé skyggn, hvað geturðu ráðlagt mér?“
Drinng!
Nornin: Eva.
Rödd í símanum: Sæl Eva ég heiti Halldór (eða kannski hét hann Kristján eða Helgi eða Sigurjón, ég man það bara ekki) og hringi frá lögreglunni. Við þurfum að birta þér fyrirkall. Hvar ertu stödd? Halda áfram að lesa
MFÍK og félagið Auður þurftu auðvitað endilega að halda aðalfundi sína á sama tíma. Enda útilokað að hægt sé að vera friðarsinni og frumkvöðull í senn. Ég setti Friðarhúsið ofar þar sem er enginn skortur á frumkvöðlum á Íslandi en hinsvegar fáir sem telja að undirokun og manndráp komi þeim við. Að vísu skal viðurkennast að dásamlegt lasanja, rauðvín og Svavar Knútur vógu alveg til hálfs á við málstaðinn, enda lét ég mig hverfa fljótlega eftir matinn. Þykist reyndar hafa góða afsökun en auk þess hef ég síðustu 10 árin þróað með mér andstyggð á hverjum þeim fundi þar sem þáttakendur eru fleiri en þrír. Halda áfram að lesa
Á föstudaginn mun fyrsta manneskjan sem ég býð góðan dag, ekki urra á mig með ygglibrún. Enginn mun tuða yfir hitastiginu á kranavatninu eða skamma mig fyrir það hvernig veðrið er. Halda áfram að lesa