Hnútur

Vaknaði í svitabaði og með hnút í maganum og skildi ekkert hversvegna. Það er sjaldgæft að ég stressi mig yfir engu en þótt ég færi samviskusamlega yfir allt sem gæti orsakað þetta ástand fann ég enga rökrétta skýringu. Bara eins og eitthvað óþægilegt væri í aðsigi.

Ég fór til Pegasusar til að gá hvort hann væri að setja í dömpgírinn en sá ekkert sem benti til þess. Samt hvarf hnúturinn ekki. Ekki fyrr en ég fékk pínu óþægilegt símtal.

Hann er horfinn núna. Og bíllinn minn sennilega ónýtur. Enginn meiddist.

 

One thought on “Hnútur

 1. ———————————-

  gott að heyra að enginn meiddist. leitt að heyra að bíllinn skemmdist, vona að hann sé tryggður.

  Posted by: baun | 2.02.2008 | 17:26:29

  —   —  —

  Æ, leitt að heyra, en þó gott að allir eru heilir.
  Það er merkilegt að finna svona á sér.

  Posted by: lindablinda | 2.02.2008 | 19:35:31

  —   —  —

  Ég þekki þetta og veit að það þýðir að maður er í sambandi við sitt fólk, sem er gott/vont. Líður illa þegar eitthvað vont gerist án þess að vita hvað það er. Við tilheyrum greinilega sömu fjölskyldu þó að við séum ekki skyldar. Gangi þér allt í haginn þó að bíllinn þinn sé ónýtur.

  Posted by: Ragnhildur Karlsdóttir | 2.02.2008 | 23:08:32

Lokað er á athugasemdir.