Sætt

Einu sinni átti ég kærasta í nokkrar vikur. Hann sleit sambandinu af því að hann ætlaði að verða svo mikill vísindamaður og það er víst ekki hægt ef kærastan manns á börn. Sagði mamma hans.

Í morgun rakst ég á hann fyrir tilviljun. Hann er kennari úti á landi.

 

Brúðkaup í fjölskyldunni

Í dag ætlar systir mín að giftast manninum sínum en þau hafa nú lifað í synd í 12 ár.
Til lukku með það og góða skemmtun í partýinu. Vonandi fáið þið fínt veður en það er víst fullseint að óska ykkur margra barna eða margra gæludýra. Ég óska þess allavega að hjónaband ykkar endist ennþá lengur en óvígða sambúðin og þið verðið rík og hamingjusöm.

Mér finnst voða skrýtið að giftast eftir margra ára sambúð með barnauppeldi og öllu tilheyrandi. Dálítið eins og að ættleiða barnið sitt. Ennþá undarlegri finnst mér sá ameríski siður að endurgiftast. Eins og hafi verið virkilegt vafamál að fólknu væri alvara í fyrra skiptið. Mér finnst margt skrýtið sem öðrum finnst rökrétt. Eða kannski finnst öðru fólki skrýtið að vilja endilega hafa allt rökrétt.

Gott’á’ðau

Ég játa; sjúklega og illskiljanlega reiði í garð allra virkra alkóhólista og annarra fíkla. Andúð mín á tegundinni ristir dýpra en hatur mitt á ríkisstjórn Bandaríkjanna og lyktin af rotnandi mangóávexti samanlagt. Mér finnst það í raun ekki slæmt en ég er ósátt við að finna ekki röklegar skýringar á þessum hörðu viðbrögðum mínum við því sem flestir aðrir virðast líta á sem hversdagslegt bögg fremur en hreinræktaða illsku. Halda áfram að lesa

Safi

-Má ekki bjóða þér eitthvað vatnslosandi? spurði Maðurinn sem teiknar hugaróra á hafsbotni og rétti mér glas með drykk sem er jafnvel rauðari en varir málfræðikennarans með hljóðvarpablætið.
-Veistu að það sem þú ert að bjóða mér er uppistöðuefni í ástarelexír? sagði ég. Hann þvertók fyrir að hafa vitað það.

Vatnslosandi er kannski ekki það æskilegasta fyrir svefninn. Við sættumst á flóaða mjólk með hunangi.
Ég svaf mjög vel í nótt.

Ef

5 Missed calls, 3 sms.

Samviskubitið grípur mig. Ekki gagnvart þér, heldur gagnvart henni.
-Það bitnar á mér þegar þú svarar ekki símanum, sagði hún. Ég bað hana ekki að skýra það nánar, sá fyrir mér að þú yrðir fjarrænn og eirðarlaus. Fokkitt, hvað er ég að velta mér upp úr því? Eins og ykkar líf bitni ekki líka á mér. Hringi samt í þig því ég er ekki grimm. Ég ætla að smíða eitthvað fram eftir og auðvitað máttu sitja hjá mér á meðan. Halda áfram að lesa

Afarkostir

Birta: Ríðum bara.
Eva: Ertu frá þér, ég gæti orðið skotin í honum.
Birta: Þú verður skotin í öllu sem er með greindarvísitölu yfir frostmarki og kann að skeina sig. Ef þú fengir að ráða þessu ein þá svæfum við eingöngu hjá drykkfelldum framsóknarmönnum með hárbrúska út úr eyrunum. Halda áfram að lesa

Sushi

-Mig langar að kyssa þig, sagði Maðurinn sem teiknar hugaróra á hafsbotni. Ég þurfti að hugsa mig aðeins um til að koma orðum að hugsun minni.
-Mér finnast kossar mjög persónulegir, sagði ég að lokum. Hann hugsaði sig um.
-Sannleikurinn er sá að mig hefur langað það í nokkra daga og þér er óhætt að taka því mjög persónulega.
Halda áfram að lesa