Sætt

Einu sinni átti ég kærasta í nokkrar vikur. Hann sleit sambandinu af því að hann ætlaði að verða svo mikill vísindamaður og það er víst ekki hægt ef kærastan manns á börn. Sagði mamma hans.

Í morgun rakst ég á hann fyrir tilviljun. Hann er kennari úti á landi.

 

One thought on “Sætt

  1. ————————————–

    Finnst þér það ill örlög? (Hann var örugglega að setja fjarlægð á milli sín og hinnar afskiptasömu móður sinnar).

    Posted by: RHH | 21.07.2007 | 18:19:39

    —————————————

    Ekki ill örlög nei. Ég hef sjálf kennt út á landi og þótt það ágætt hlutskipti. En það kætir í mér kvikindið að sjá að það hefur þá verið eitthvað annað en yndislegu drengirnir mínir sem stóðu í vegi fyrir afrekunum.

    Posted by: Eva | 21.07.2007 | 18:28:49

    —————————————

    Annars er ég alveg viss að börnin voru ekki það sem ollu því að upp úr slitnaði – kannski frekar þroskaskortur að hans hálfu…og afrekin? Var það ekki bara í hausnum á kerlingunni?

    Posted by: RHH | 21.07.2007 | 18:34:58

    —————————————

    Sjálfsagt var barneign mín minnsta málið. Það er í raun ekki hægt að ætlast til að sá sem býr við ofríki brjótist út úr því nema hann komist burt úr aðstæðunum.

    Posted by: Eva | 22.07.2007 | 0:47:42

Lokað er á athugasemdir.