Afarkostir

Birta: Ríðum bara.
Eva: Ertu frá þér, ég gæti orðið skotin í honum.
Birta: Þú verður skotin í öllu sem er með greindarvísitölu yfir frostmarki og kann að skeina sig. Ef þú fengir að ráða þessu ein þá svæfum við eingöngu hjá drykkfelldum framsóknarmönnum með hárbrúska út úr eyrunum.

Eva: Manstu hvað gerðist síðast þegar ég svaf hjá fávita án þess að þekkja hann nógu vel? Hann emjaði af unaði, það vantaði ekki, en 10 dögum síðar sagði hann mér upp, með tölvupósti.
Birta: Jamm! Og manstu hvað gerðist síðast þegar þú svafst hjá fávita eftir að hafa kynnst honum nógu vel? Það bjó með okkur í 9 mánuði og komst ÞÁ að þeirri niðurstöðu að það vildi ekki vera á föstu. EFTIR að þú varst búin að selja húsið.
Eva: Nákvæmlega, þessvegna er ráð að vera bara ekkert að riðlast með þeim sem maður fílar. Halda sig bara við lífræn rúnktæki og láta hina í friði.
Birta: Gott og vel. Það ert víst þú sem stjórnar hér en ÉG vil ríða. NÚNA! Svo þú bara ræður þessu góða; annaðhvort tökum við hann, eða þá að ég fæ frekjukast og kem þér fyrst undir Björn Inga og svo undir Álgerði.

Ég verð að játa að tilhugsunin um Valgerði Sverrisdóttur með skaufabelti vekur mér ekki samræðisfýsn. Ekki Björn Ingi heldur.

 

One thought on “Afarkostir

  1. ——————————

    svona færslur ættu með réttu að fara í umhverfismat áður en þær eru látnar birtast viðkvæmum netverjum.

    Álgerður með skaufabelti…brrrrrrrr….

    Posted by: baun | 16.07.2007 | 23:34:23

Lokað er á athugasemdir.