Þegar fólk segir „það er ekkert til í ísskápnum“ á það venjulega við „ekkert sem mig langar sérstaklega í, í augnablikinu.“ Í mínu eldhúsi er þetta hinsvegar nokkuð nálægt því að vera bókstaflegt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Nornabúðin
Áfangi
Í augnablikinu á ég engan ógreiddan reikning og er aðeins með íbúðar- og námslán á bakinu. Það er góð tilfinning sem ég upplifði síðast fyrir heilu ári. Þá tók ég lán til að opna búðina en nú er það uppgreitt! Vííí! Halda áfram að lesa
Matrósar
Hátíðasalur Mammons minnti helst á sardínudós á heitum degi. Ég opnaði út, af mannúðarástæðum, og á 2 mínútum fylltist búðin af mönnum í matrósafötum. Ég kom þeim út. Mundi ekkert eftir því hvað Spúnkhildur er veik fyrir mönnum í einkennisbúningum fyrr en hún nefndi það sjálf.
Sjarm dagsins
Drengurinn: Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna þú sért svona skotin í mér. Er það semsagt af því að ég er skegglaus?
Eva: Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju þú sért svona viss um að ég sé skotin í þér.
Drengurinn: Ætlarðu kannski að neita því?
Eva: Ég hef aldrei neitað því. Halda áfram að lesa
Annarskonar nánd
Elías þekkir líkama minn. Svo langt sem það nær.
Hann þekkir lyktina af mér, snertinguna við hörund mitt, hreyfingar mínar. Hann veit í hvaða stellingu mér finnst best að sofna. Hann þekkir viðbrögð mín við ýmsiskonar áreiti. Hann veit reyndar ekki hvað mér finnst óþægilegt því það hefur aldrei reynt á það en hann veit hvenær er líklegast að mig kitli, hvað kemur mér til og hvers konar snerting mér finnst notaleg. Halda áfram að lesa
Sumarfrí
Mig vantar bor svo ég hafði þá eftir allt saman fína afsökun til að taka sumarfríið mitt út í dag og eyða deginum yfir Draumalandinu, krossgátu og kappútsínó. Mér finnst það í alvöru fullkomin nýting á frídegi. Kannski er ég að verða gömul. Ég hefði auðvitað vel getað fundið mér eitthvað arðvænlegra en þarf að pósa fyrir málarann í kvöld. Ég hef nú yfirleitt verið í fríi á sunnudagskvöldum svo ég get litið svo á að ég hafi tekið helgarfríið fyrirfram.
Systir mín reykhættan sendi Eika til mín með yndislega postulísbrúðu. Er að monta sig af hitastigi sem jafnast á við Helvíti, ekki langar mig til Jótlands á meðan ástandið er þannig. Það væri nú fínt ef þau gætu sent okkur svosem eins og 12°C, það yrði þá hæfilegt á báðum stöðum. Sakna hennar samt ósköpin öll og ef Mammon heldur áfram að sýna mér velþóknun, ætla ég að taka mér nokkurra daga haustfrí og skreppa til þeirra. Mér hrís reyndar hugur við ferðalaginu. Trúi því tæpast að það myndi ekki svara kostnaði að halda uppi mánaðarlegu flugi til Billund yfir veturinn.
Kynfræðsla f. karla
1. verkefni
Fáðu þér stóran hund með lafandi tungu.
Láttu hundinn sleikja þig í framan. Halda áfram að lesa