Þegar eldri sonur minn fæddist, áttaði ég mig á því að ég var fær um að kasta frá mér fíkjublaðinu. Ég veit ekki alveg hvernig ég lærði það. Sennilega smátt og smátt.
Elsta minning mín um særða blygðunarkennd er frá fyrsta vetri mínum í skóla. Vinsæll strákur í 2. bekk kíkti á mig á klósettinu og grobbaði sig af því við hina krakkana. Ég varð miður mín. Skömmin svo þungbær að ég gat ekki einu sinni sagt mömmu frá þessu og lengi á eftir sat ég í spreng í lengri tíma frekar en að pissa í skólanum. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma aftur upplifað mig jafn svívirta því þótt ég hafi orðið fyrir mun grófari árásum síðar, var ég þá búin að taka þá afstöðu að það sé tilgangslaust að skammast sína fyrir eitthvað sem aðrir gera manni. Ég segi ekki að ég hefði gyrt niður mig í mannfjölda en þegar nokkrir strákar ruddust inn í búningsherbergi sundlaugarinnar þremur árum síðar, skrækti ég og reif fram handklæði bekkjarsystrum mínum til samlætis, frekur en skömm. Halda áfram að lesa