Greinasafn fyrir merki: Margbrotin
Þar var herligt þar var smúkt
Mikið ofboðslega var gaman í gær. Uppskriftin að vel heppnuðu fylliríi er alltaf á sömu leið:
-Byrja snemma
-Borða vel
-Hundsa leiðinlegt fólk og illa drukkið
-Drekka hóflega
-Syngja óhóflega
-Borða kleinur eða eitthvað álíka feitt fyrir svefninn
-Koma sér í bælið fljótlega upp úr miðnætti. Halda áfram að lesa
Frjádagur kominn heim
Gott að hafa endurheimt hann í tæka tíð fyrir þessi réttarhöld á mánudaginn. Búið að fresta þeim tvisvar og hann ætlaði ekekrt að koma heim fyrr en í júní; galdrar virka.
Við ætlum að drekka ullabjakk í kvöld.
——————-
Elda, gelda, krókur og kelda
Það er gott að elda. Og ég sem sé merkingu í öllu trúi því að það sé ekki tilviljun að elda rímar við gelda. Eins og ást við þjást.
Í gær eldaði ég ofan í 20 manns. Þegar ég kom heim með óhóflega mikinn afgang sat Maðurinn sem teiknar hugaróra á hafsbotni á dyraþrepinu. Mér datt í hug að bjóða honum inn í hvítvín og afganga en áttaði mig á merkilegri staðreynd: Halda áfram að lesa
Púss
-Af hverju ertu svona treg til að birta myndir?
-Ég er ekki viss. Kannski af því að þetta er míns eigins blogg og mér finnst eitthvað óþægilegt við að birta efni annarra hér. Eins og að bjóða fólki að skoða í skápana hjá einhverjum öðrum.
-Ég tek mjög sjaldan myndir og kannski er það vegna þess að ég hugsa svo miklu meira í orðum en myndum en ég kann heldur ekkert á fótósjopp.
-Vá, leim exkjús, hvaða ástæða er til að fegra myndir?
-Óunnin ljósmynd er eins og illa stílaður texti. Vanur ljósmyndari nær kannski myndum sem eru birtingarhæfar en amatörar þurfa oftast myndvinnslu til að myndirnar verði eitthvað meira en heimild um hvað maður var að gera þann daginn. Alveg eins og texti. Hugsaðu þér t.d. ef ég tæki samtölin okkar og birti þau hrá, með öllu málfarsklúðri, útúrdúrum og hikorðum. Það gæti kannski verið ágæt heimild um það sem okkur fór á milli en hver heldurðu að nennti að lesa þann hroða?
-Lífið er leiksýning elskan. Sápuópera. Þér finnst þitt líf áhugavert af því að þú lifir því sjálfur og þér finnst mitt líf áhugavert vegna þess einmitt að ég stílisera það. Sjáðu til, það sem maður upplifir er aðeins öðruvísi en frosið augnabilk sem einhver sýnir manni eftir á. Svolítið eins og eitthvað sniðugt sem einhver sagði en virkar ekki fyrir aðra en þá sem voru á staðnum. Ef ég t.d. birti óunnar myndir af mér þar sem ég er skellihlæjandi, þá yrði fólk bara hrætt við mig.
-Já, þú ert náttúrulega alltaf að gæta þess að enginn verði hræddur við þig!
-Jújú, ég vil mjög gjarnan að fólk sé hrætt við mig, sérstaklega teprulegir karlmenn en kannski ekki rétt á meðan ég er að hlæja.
-Eva hættu þessu kjaftæði, þú ert falleg þegar þú hlærð.
-Auðvitað er ég falleg þegar ég hlæ, allir eru fallegir þegar þeir hlæja. Málið er að ljósmynd nær ekki alltaf hlátrinum. Ég hef t.d. þann hallærislega kæk að rífa í hárið á mér og halla höfðinu aftur þegar ég hlæ svo hláturmyndirnar sýna tannfyllingarnar og hálskirtlana í mér óþarflega vel. Svo ef ég ætti að taka mark á myndinni þá myndi ég halda að það færi mér bara ekkert sérstaklega vel að hlæja.Sjáðu. Það er þetta sem ég á við.


-Uhh, mér finnst þú líka falleg á þessari í fjólubláu peysunni.
-Það er af því að þú þekkir mig. Og þessi er reyndar mjög góð. En sjáðu bara, þú ert ekki í neinum vafa um það hvor þeirra er unnin. Önnur er bara svo miklu fallegri en hin.
Önnur myndin er hrátt augnablik. Hin er tekin frá svipuðu sjónarhorni en ég sat á höndinni á mér og myndin er fínpússuð með fótósjopp. Fyrir utan það náttúrulega að þar er búið að farða á mig andlit.
Önnur er sannleikur. Hin sannleikur í neytendaumbúðum.
Hversu áhugavert er óstíliserað líf?
Og, mikilvægari spurning? Er óstíliserað líf í alvörunni meiri sannleikur? Þegar allt kemur til alls þá nærðu aldrei augnablikinu nema upplifa það sjálfur.
-Þú birtir þetta samtal á blogginu þínu er það ekki?
-Kannski.
-Ég þori að veðja að þú ætlar að enda það á orðunum: þú elskar mig líka.
-Þú ert spámaður yndið mitt. Þú elskar mig líka.
Seldi sál mína á 2000 kall
Ég svindlaði í dag. Keypti Neskaffi. Ég er með samviskubit. Venjulega kaupi ég Gevalia. Ég er reyndar ekkert viss um að það sé sómakært fyrirtæki en ég er allavega nokkuð viss um að Nestle er það ekki. Eins og vörurnar frá þeim eru góðar. Neskaffið er besta skyndikaffi á markaðnum en ég hef aðeins keypt það ef ekkert annað hefur verið í boði. Þar til í dag. Mér bara ofbauð 2000 kr verðmunur á einu kg af kaffi og er hreinlega ekki tilbúin til að greiða 2000 kall fyrir hugsanleika þess að ég sé að skipta við skárra fyrirtæki. Kannski ef ég væri viss… Siðferði mitt ristir nú ekki dýpra en þetta.
Veit einhver annars hvernig stendur á þessum mikla verðmun?
Lífið eftir dömpið
Ef maður nennir að vera Pollýanna er hægt að sjá dömp sem afar jákvæðan atburð.
-Maður ver þá allavega ekki meiri tíma og orku í samband við einhvern sem ætlar hvort sem er ekki að gera það að langtímasambandi.
-Maður þarf ekki lengur að velta því fyrir sér hvort maður hefði getað skorað betur. Það er orðið nokkuð augljóst því einhver sem vill mann ekki hlýtur að vera reglulega slæmt skor.
-Og -það má nota dömpið sem afsökun fyrir að kaupa sér nýjan kjól sem mann vantar ekki. Halda áfram að lesa
gott að heyra. ullabjakk á sínar góðu hliðar eins og við öll.
Posted by: baun | 16.05.2008 | 18:31:16
Gott að guttinn er kominn heim til mömmu. Samgleðst.
Verði ykkur ullabjakkið að góðu 🙂
Posted by: Harpa | 16.05.2008 | 19:20:43