Einfalt

Það er ekkert víst að ég nenni að reka þess búð til eilífðar en þrátt fyrir tímann, kostnaðinn, dauðu dagana, stressið, þrátt fyrir allt er samt eitt á hreinu, ég mun aldrei aftur vinna hjá öðrum, sagði ég. Halda áfram að lesa

Svo nokkuð sé nefnt

-rjómi út í kaffið
-að hnoða volgt brauðdeig
-lyktin af nýslegnu grasi
-að liggja í mosabing
-kjötsúpa á óveðurskvöldi
-sofandi börn
-kálfar
-kakó fyrir svefninn
-Roger Whittaker
-bros ungbarns
-að greiða hár fullorðna drengsins síns
-óvæntur koss á ennið
-hönd karlmanns undir þindinni
-bréf frá týndum vini
-að búa um sár einhvers sem er manni kær
-að skynja hugarangur einhvers sem á eitthvað ósagt og heldur að nokkrir kílómetrar komi í veg fyrir að maður finni það,

t.d. það gerir sálina í mér mjúka.

 

Dansur

Ingólfstorg á sunnudegi. Fólk að dansa. Mér líður eins og Færeyingi. Hvað er ég eiginlega að gera hér? Af hverju er ég ekki hjá Garðyrkjumanninum? Að vísu fékk ég háklassa handsnyrtingu í gær en ég næ sambandi við mold og hann myndi útvega mér latexhanska og blístra ‘Liljan fríð’ á meðan hann mokaði skít upp í hjólbörur, eða hvað það nú annars er sem garðyrkjumenn gera. Halda áfram að lesa

Karlmennskan

Í dag byrjaði ég í megrun. Fjórum sinnum.

Fyrst þegar ég vaknaði.

Næst þegar við Sigrún gengum út af veitingastað þar sem ég hafði troðið í mig hádegisverði sem hefði nægt til að brauðfæða heilt þorp í Afríku. Halda áfram að lesa

Læst: Einsemd

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða: