Svo nokkuð sé nefnt

-rjómi út í kaffið
-að hnoða volgt brauðdeig
-lyktin af nýslegnu grasi
-að liggja í mosabing
-kjötsúpa á óveðurskvöldi
-sofandi börn
-kálfar
-kakó fyrir svefninn
-Roger Whittaker
-bros ungbarns
-að greiða hár fullorðna drengsins síns
-óvæntur koss á ennið
-hönd karlmanns undir þindinni
-bréf frá týndum vini
-að búa um sár einhvers sem er manni kær
-að skynja hugarangur einhvers sem á eitthvað ósagt og heldur að nokkrir kílómetrar komi í veg fyrir að maður finni það,

t.d. það gerir sálina í mér mjúka.

 

One thought on “Svo nokkuð sé nefnt

  1. ——————————————————

    fallegt. og gott að sjá að einhver þorir að játa að Whittaker sé ekki alls varnað.

    Posted by: baun | 10.06.2008 | 14:02:30

Lokað er á athugasemdir.