Eva: Ég elska þig eins og Alan Shore elskar Denny Crane.
Ljúflingur: Á sama hátt eða jafn mikið?
Eva: Hvorttveggja.
Ljúflingur: Þú heldur í alvöru að lífið sé sápuópera er það ekki?
Eva: Það er það. Þótt þú sért ekkert líkur Denny Crane. Og ekki ég Alan Shore þótt ég sé háð þér.
Ljúflingur: Ég elska þig eins og nörd elskar frávik.
Eva: Þú heldur í alvöru að undantekningar sanni reglur er það ekki?
Ljúflingur: Nei. Ég held að meiri sannleikur felist í frávikinu en fjöldanum.
Eva: Þessi undarlega ást okkar er frávik. Eða allavega samband okkar.
Ljúflingur: Ég held að ást sé yfirhöfuð frávik.
Greinasafn fyrir merki: Ljúflingur
Ástargaldur
Ljúflingurinn sem elskar mig er svosem ágætis maður, af karlmanni að vera, en gallinn er sá að hann á konu sem er þokkalega heil á geðsmunum, af konu að vera. Mér finnst gaman að vera elskuð en hef stagast á því síðasta árið að ég kæri mig ekki um að verða hjákona hans. Það þykir honum leiðinlegt. Allavega sýndi hann gífurlegan áhuga á því að hafa mig sem frillu alveg þar til í síðustu viku. Halda áfram að lesa
Búrið
Elskan mín og Ljúflingur
Allt sem þú vilt geturðu fengið, spurningin er bara þessi eilífa; hvað má það kosta? Líklega verður þetta lögmál rauði þráðurinn í ævisögu minni þegar upp er staðið.
Það er fyrst núna sem hugmyndin um að eitthvað kunni að breytast, (aðstæðurnar eða viðhorf hans eða að ég sjálf sjái skyndilega hlutina í allt öðru ljósi) vekur mér engar væntingar. Ég er komin yfir sorgina og tilbúin til að halda áfram. Kannski veit maður aldrei almennilega hversu háu verði maður er reiðubúinn að greiða hamingju sína en ég veit allavega hvað ég vil ekki. Halda áfram að lesa
Ampop
Strákarnir í Ampop stóðust væntingar. Ég hef ekki farið á tónleika með þeim fyrr en mun áreiðanlega gera það oftar. Hef heldur ekki heyrt Hæfileikarann spila á flautu fyrr og það eitt út af fyrir sig hefði nægt mér til að finnast kvöldið þess virði að mæta. Reyndar var reykurinn farinn að rífa í þegar þeir Ampopparar hófu sitt prógramm enda mætti ég um leið og Hraun byrjaði að spila. Halda áfram að lesa
Eina krafan
-Það er ekki skynsamlegt hjá okkur að hittast svona oft og það er ekki á stefnuskránni hjá mér að vera hjákona, ekki heldur platónsk hjákona sagði ég.
-Þú getur nú varla litið á þig sem hjákonu ef þú berð engar tilfinningar til mín, sagði hann.
-Ég hef ekki sagt að ég beri engar tilfinningar til þín. Bara ekki þær sem þú vilt og þessvegna væri ekkert vit í því að láta þetta ganga lengra og þú veist það alveg. Halda áfram að lesa
Drengurinn sem vaknaði með ljótuna
-Það er vitleysa í þér að ég sé alltaf glaður, sagði Endorfínstrákurinn hamingjusamur. Í gær t.d. vaknaði ég með ljótuna. Ég var með ljótuna alveg lengi. Í marga klukkutíma. Allavega þrjá, kannski næstum fjóra. Halda áfram að lesa
Rafmagnskallinn
Haldiði að rafmagnskallinn hafi ekki bara komið einmitt þegar ég var að birta síðustu færslu. Þetta er greinilega galdrablogg. Hann aftengdi útiljósin og þar með fékk ég rafmagn í íbúðina innanverða. Hann ætlar svo að koma og laga þetta almennilega einhvern næstu daga. Mikill öðlingur, hefði áreiðanlega komið með mér til Bosníu ef ég hefði krafist þess. Eða allavega til Tálknafjarðar. (Einu sinni hélt ég að Tálknafjörður héti eftir fisktálknum en það er önnur saga.) Halda áfram að lesa