Deit í kvöld

Jæja stelpur, allar að krossa fingur fyrir Evu. Ég er að fara að hitta mann í kvöld. Veit ekki mikið um hann en hann er allavega sætur, a.m.k. á mynd. Á 3 börn sem er mikill kostur og það sem meira er, þau eru hjá honum, allavega í kvöld. Ég er ekki ennþá búin að spyrja hann hvort það sé bara tilviljun að hann sé með þau í miðri viku eða hvort þau búi hjá honum. Halda áfram að lesa

Vonbiðlar prinsessunnar

Samanlagður aldur umsækjenda reyndist 118 ár eða svo hélt ég í fyrstu. Nú er ég hinsvega búin að fá staðfest að annar þeirra laug til um aldur, er 10 árum eldri en hann sagði mér. Meðalaldur aðdáenda minna er sumsé 64 ára. Það er náttúrulega ekki að marka því annar þeirra er aðeins 55. Lítil, falleg ullarhúfa sat í salnum þegar ég kom og gjóaði á mig augum en gaf sig ekki að mér. Halda áfram að lesa

Af umhyggju Geirþrúðar

Screensaver stóðst væntingar og rúmlega það. Gjörsamlega frábær sýning. Táknmálið yndislegt en ég er óvön því að túlka verk sem eru algerlega án orða, þarf að fara oftar á dans- og myndlistarsýningar. Og dansarar eru svoooo fallegt fólk. Kostar ofboðslega vinnu býst ég við og ekki myndi ég leggja það á mig. Sætti mig frekar bara við það sem sjálfsagt mál að vera óttaleg rassmína við hliðina á þessum álfakroppum. Halda áfram að lesa

Nælonsokkur og riðlirí

Á venjulegu kvöldi vill bera við að Þokki leiti inn í eldhús, á hröðum flótta undan girndaraugnaráði vergjarnra kvenna -og þegar verst lætur hreinni og klárri áreitni. Að lokum var hann orðinn svo leiður á þessu að hann ákvað að mæta í nælonsokkum í von um að lostabríminn rénaði dálítið svo hann fengi vinnufrið. En þá tók ekki skárra við. Nú hefur hann ekki undan að bíta af sér káfsækna karla. Halda áfram að lesa