Um andúð mína á hinum illa Mammoni

Guðfræðingur nokkur sem iðulega finnur hjá sér hvöt til sérdeilis frumlegrar bókmenntatúlkunar á skrifum mínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að þar sem mér sé tíðrætt um „illsku Mammons“ hljóti ég að vera róttæklingur hinn mesti. Sjálf kannast ég ekki við öll þessi skrif um illsku Mammóns. Ég hef miklu fremur talað um hann sem fremur vingjarnlegan gaur sem ég vil gjarnan eiga næs samskipti við. Að vísu hef ég stöku sinnum talað um illsku Mammons í írónískum stíl. Halda áfram að lesa

Hressmann

Undanfarið hef ég verið svo rotuð á morgnana að ég hef ekki komið mér fram úr fyrr en upp úr kl 7. Þótt ég sé morgunhýr að eðlisfari verð ég að viðurkenna að ofþreyta eyðileggur alveg þann taumlausa fögnuð sem venjulega fylgir því að hefja hringrásina vinna-þvottur-önnur vinna-Bónus-matseld, meiri vinna. Það er sem ég segi; svefnóreiða kann ekki góðri lukku að stýra til lengdar og hefur undarlegustu atvik í för með sér. Halda áfram að lesa

Í fréttum er þetta helst

Í gær varð Spúnkhildur ástfangin. Hann heitir Píplaugur og er hobbiti. Flagðið Russlana hefur að vísu reynt að koma í veg fyrir að með þeim takist ástir en fyrir einarða eljusemi Spúnkhildar standa vonir til þess að þær fyrirætlanir hlaupi í ullhærða vörtu á nefi Ruslu sjálfrar.

Bráðum kemur betri tíð með heilt gróðurhús af peningablómum.
Dýrð sé Mammóni, drottni vorum sem hefur frelsað oss frá yfirdrætti og vísa.

Það er sitthvað norn eða flagð

Nú er ég loksins búin að hitta þetta sataníska kvendi sem nágrannarnir hafa talað svo mikið um. Ég játa að í fyrstu hélt ég að útlendingafordómar kynnu að spila inn í umsögn grannanna um Ruslönu (við höfum að hún heiti eitthvað svoleiðis) en hef nú komist að þeirri niðurstöðu að hún eigi fyllilega skilinn galdurinn sem Spúnkhildur kastaði á hana í morgun. Halda áfram að lesa

Maðurinn sem vildi að dóttir sín yrði Íslandsmeistari

Einu sinni fyrir mörgum árum var ég næstum búin að eignast kunningja sem hét Indriði (hann hét reyndar ekki Indriði en það nafn lýsir honum miklu betur en hans eigið nafn svo ég nota það bara). Indriði var frekar klikkaður eins og flestir sem ég kynntist á þessum tíma bara ponkulítið of galinn til að ég vildi gera hann að almennilegum kunningja. Halda áfram að lesa

Bróðir minn Mafían

Bróðir minn Mafían er einkar siðprúður ungur maður. Einhverju sinni vaknaði hann við hliðina á konu sem hann hafði kynnst á öldurhúsi kvöldið áður. Stúlkan vaknaði áður en honum tækist að laumast fram úr, svona líka hamingjusöm og stakk upp á því að þau færu út í bakarí og keyptu rúnstykki. Bróðir minn Mafían pýrði á hana annað augað. Halda áfram að lesa