Ef

5 Missed calls, 3 sms.

Samviskubitið grípur mig. Ekki gagnvart þér, heldur gagnvart henni.
-Það bitnar á mér þegar þú svarar ekki símanum, sagði hún. Ég bað hana ekki að skýra það nánar, sá fyrir mér að þú yrðir fjarrænn og eirðarlaus. Fokkitt, hvað er ég að velta mér upp úr því? Eins og ykkar líf bitni ekki líka á mér. Hringi samt í þig því ég er ekki grimm. Ég ætla að smíða eitthvað fram eftir og auðvitað máttu sitja hjá mér á meðan. Halda áfram að lesa

Heimskona

Ég efast um að tengdadóttir mín, hin eðalborna, hafi vanist því sem hluta af daglegum heimilisstörfum að pödduhreinsa greinar og tæta sundur hálfúldin hrafnahræ. Ég hefði búist við því að stúlka sem er alin upp í höll, segði allavega oj, en mín lætur ekki annað á sér sjá en að þetta sé allt saman fullkomlega eðlilegt.

Heimskona er sú sem er jafnhæf til að sitja veislur aðalsmanna, skipuleggja mótmælaaðgerðir og brúka þorskhaus til galdrakúnsta.

Fyrstu orðin

Það fyrsta sem Jarðfræðingurinn sagði þegar þau Byltingin komu heim eftir pílagrímsferðina var almáttugur. Var hún þar að vísa til hins Frjádagslega útlits sonar míns en hann hafði spáð því að ég myndi nota þetta orð til að lýsa því hvernig mér væri innanbrjósts. Það er reyndar alveg rétt að það var einmitt það sem ég ætlaði að fara að segja en hún varð andartaki á undan mér. Halda áfram að lesa

Rósin

Jarðfræðingurinn kom snemma heim og var að hjálpa mér að lóða fram yfir miðnætti. Töluðum heilan helling saman og yfirvofandi leiðindum lauk á hálftíma. Nú er klukkan 7:09 og hún er þegar komin upp og situr nú í jógastellingu á búðargólfinu.

Það lítur út fyrir að ég hafi eignast bestu tengdadóttur í heimi.

 

Fjórða víddin

Þegar ég kom frá Tannsteini stóð Fjölvitinn á miðju búðargólfinu og fræddi Spúnkhildi á dásemdum stærðfræðinnar og fjölda dropanna í sjónum. Fór mikinn. Ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara en hann tók nú samt eftir mér og krafðist þess að fá að fremja á mér skyndiheilun. Lagði svo yfir mig hendur og opnaði fyrir mér fjórðu víddina. Halda áfram að lesa