Viðfang giftingaróra minna hefur opnað bloggsíðu aftur. Nú eru liðin meira en 2 ár síðan ég bað hans í bundnu máli. Þ.e.a.s. ef við yrðum bæði á lausu eftir 7 ár. Núna eru það bara tæp 5 ár og ekkert sem bendir til þess að ég verði gengin út að þeim tíma liðnum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Í frjálsu falli
Af Píplaugi hinum kvenþreifna
Píplaugur hinn kvenþreifni er að eigin sögn mjög sérstakur maður. Ég tók í spaðann á honum og sýndi honum aðstæður og innan 2ja mínútna var hann búinn að koma því að hann væri skilinn við konuna sína og búinn að ganga óvart utan í mig þrisvar sinnum í þessu 40 fermetra herbergi. Ég fékk strax á tilfinninguna að hann hefði megnið af hugmyndum sínum um starfssvið pípulagningarmanna úr klámmyndum því hann virtist ekki sjá neinn mun á niðurfalli og vatnsinntaki og sagðist ekki geta byrjað fyrr en Pípmundur hinn góði væri mættur. Ég bauð honum kaffi af kurteisi minni á meðan við biðum eftir meistaranum. Kannski hefur hann skilið það sem merki um að ég væri haldin bráðabrókarsótt. Allavega sagði hann mér alveg í óspurðum fréttum að hann hefði ekki kennt kvenmanns í 14 mánuði. Halda áfram að lesa
Uppsöfnuð sápa síðustu viku
1. Pípmundur hinn góði náði með ódýrleik sínum að bræða kalið Mammonshjarta Spúnkhildar. Hjartahlýja Spúnkhildar í garð Pípmundar hins góða olli aftur umtalsverðri taugadrullu amlóða nokkurs sem virðist telja dyggðugri konu best sæmandi að láta sauma saman á sér langrifuna þegar ojminginn í lífi hennar tekur sálarfróun sjálfvalinnar eymdar fram yfir hana. Halda áfram að lesa
Kukl
-Hvað ertu eiginlega að gera? spurði Elías
-Útbúa dræsugaldur, svaraði ég.
-Dræsugaldur???
-Já, þessir hlutir sem þú sérð hér á borðinu eru notaðir til að galdra vörtur, líkamshár og fleira ógeðsbögg á dræsur sem manni er illa við, útskýrði ég og kepptist við að sauma. Halda áfram að lesa
Baráttan við Bakkus
Sápuópera tilveru minnar er sennilega í sumarfríi. Allavega hefur nákvæmlega ekkert frásagnarvert gerst í lífi mínu í meira en viku og það sem gerðist þá er ekki við hæfi á síðu sem viðkvæmar sálir kunna að rekast inn á af tilviljun (eða heimsækja reglulega án þess að viðurkenna það). Halda áfram að lesa
Í fréttum er þetta helst
Í gær varð Spúnkhildur ástfangin. Hann heitir Píplaugur og er hobbiti. Flagðið Russlana hefur að vísu reynt að koma í veg fyrir að með þeim takist ástir en fyrir einarða eljusemi Spúnkhildar standa vonir til þess að þær fyrirætlanir hlaupi í ullhærða vörtu á nefi Ruslu sjálfrar.
Bráðum kemur betri tíð með heilt gróðurhús af peningablómum.
Dýrð sé Mammóni, drottni vorum sem hefur frelsað oss frá yfirdrætti og vísa.
Ástargaldur
Ljúflingurinn sem elskar mig er svosem ágætis maður, af karlmanni að vera, en gallinn er sá að hann á konu sem er þokkalega heil á geðsmunum, af konu að vera. Mér finnst gaman að vera elskuð en hef stagast á því síðasta árið að ég kæri mig ekki um að verða hjákona hans. Það þykir honum leiðinlegt. Allavega sýndi hann gífurlegan áhuga á því að hafa mig sem frillu alveg þar til í síðustu viku. Halda áfram að lesa