Scrabble

Eva: Anna. Ég get búið til orðið ‘sáðfruss’.

Anna: Ég tek það gilt. Ég hef séð svoleiðis.

 

Má ekki gera upp á milli

Pegasus: Ég reyni að sinna þeim báðum jafn mikið. Ég er hræddur um að ef ég sýni öðru meiri athygli, verði hitt afbrýðisamt.

Hann var ekki að tala um börnin sín, heldur brjóstin á mér.

Lærlingurinn les í rúnir fyrir Dindilhosu:

Lærlingurinn: Og framtíðarrúnin er Fé. Það merkir að þótt þú hafir góðar tekjur í sumar verður þú að fara vel með þær. Þú átt ekki að eyða öllu, heldur finna leið til að láta peningana þína blómstra.
Dindilhosan: Hvernig blómstra peningar?
Lærlingurinn: Eins og kindur.

Það skyldi þó aldrei vera

Lærlingurinn: Ég held að konur fái eitthvað sérstakt kikk út úr því að þrífa.
Nornin: Við fáum kikk út úr því að hafa hreint í kringum okkur, ekki út úr því að þrífa.
Lærlingurinn: Jú, ég held að þið fáið kikk út úr því. Þú ert t.d.rosalega einbeitt með kúst og tusku.
Nornin: Mmmphrfmp. Þú ert ekki svo vitlaus. Ég drep náttúrulega skít. Það er ákveðið kikk fólgið í því að drepa.
Lærlingurinn: Ég held að ríki þögult samkomulag á milli kynjanna. Karlinn fær útrás fyrir kynhvötina og í staðinn fær konan að þrífa.

Í alvöru

Seyðkonan: Það er æðislegur maður að vinna þar. Ég meina æðislegur, þú veist, í alvöru æðislegur. Svo er líka annar en hann er svona meira eins og fyrir þig.

Jamm. Það er harla ólíklegt að við eigum nokkurntíma eftir að slást út af karlmanni.