Útlit er til alls fyrst

563274_10151309018827963_1807554242_nÁhrif Saving Iceland koma fram á undarlegasta hátt. Ég sé t.d. að Davíð Oddsson er búinn að taka upp hártískuna sem er ríkjandi hjá þeim virkustu. Eins og lopahönk hafi verið klesst á hausinn á honum. Mikið vildi ég að hann tileinkaði sér viðhorfin líka.

Kornflex vikunnar

Byltingin: Mamma, má ég fá blómavír hjá þér?
Mamman: Alveg sjálfsagt.
Byltingin: Heyrðu, hvað heldurðu að Össur Skarphéðinsson sé þungur?
Mamman: Ég hef nú bara ekki vigtað hann nýlega, af hverju ertu að spá í það?
Byltingin: Ég er bara að spá í hvort þrefaldur blómavír haldi honum.

Gullkorn vikunnar

Snjáka (andvarpar): Mikið langar mig nú að fara og grýta hús menntamálaráðherra.
Eva (undrandi): Nú? Hvað hefur hún nú gert?
Snjáka: Æ ekkert nýtt svosem, þetta er bara eitthvað persónulegt.

Eplið

Sonur minn Byltingin: Pakksaddur. Það hlýtur að merkja saddur eins og pakk. Tungumálið kemur upp um undirliggjandi andkapítalisma.

Stundum finnst mér Haukur vera líkur mér.

Krísa

Mig langar að steikja kjötbollur. En ekki borða þær.
Brjóta saman þvott. En það sem á annað borð er hreint er samanbrotið.

Setja niður kartöflur. En það er ekki hægt.
Þrátt fyrir sýnilega sumarkomu er skítkalt úti og frost í jörð.

 

Fermingarmessa

Leónóra (tæpra 7 ára): Pabbi, af hverju er fólkið alltaf að standa upp?
Pabbi hennar: Af því að annars myndu allir sofna.