Baráttan fyrir mannréttindum og réttlæti er eins og pendúll. Krafturinn sem þurfti til að sveifla pendúlnum í rétta átt sendir hann lengra en þörf var á. Óréttlæti er upprætt, en hættan er sú að við förum fram úr okkur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: gestapistlar
Flokkarnir sem Fóstbræður
Halldór Logi Sigurðarson og Helgi Laxdal skrifa
Fóstbræður eru stórkostlegasta skáldvirki íslenskrar menningar. Þeim tókst að fanga alla okkar menningarkima og sérvisku í fimm litlum þáttaröðum. Þau voru ómetanlegur spegill fyrir þjóðarsálina þá og eru enn í dag.
Hvernig myndu Fóstbræður túlka pólitík í dag? Halda áfram að lesa
Gestapistill – Er nægilegt framboð af miðaldra oflátungum?
Björn Ragnar Björnsson skrifar:
Réttlæti, frelsi, jafnræði og lýðræði. Hátíðlegt! Stór orð, stór hugtök en því miður ekki stór raunveruleiki. Réttlæti hefur lengst af þurft að láta í minni pokann fyrir andhverfu sinni miklu oftar en góðu hófi gegnir. Óskandi væri að fregna af ósigrum réttlætisins þyrfti að leita hjá elstu mönnum. Þúsundir eða tugþúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa af því beina reynslu síðustu tíu ár.
Frelsið er í ögn skárra formi, því okkur hefur á margan en ekki allan hátt miðað í frelsisátt. Samt þarf maður auðvitað að spyrja sig: Er maður sem beittur hefur verið óréttlæti eða á það á hættu raunverulega frjáls? Halda áfram að lesa
Gestapistill – Búum okkur undir breytta framtíð
Mynd: mbl,is/Hanna
– Gestapistill eftir Guðmund Karl Karlsson
Ég heiti Guðmundur Karl Karlsson, ég er fæddur 1982 og ég gef kost á mér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Ég er tveggja barna faðir, Bryndís (9 ára) og Aron Daði (15 ára) og giftur ástinni í lífinu Rögnu Engilbertsdóttir (xx ára) og við eigum Labradorinn Atlas (7 mánaða). Við erum mjög hefðbundin samheld millistéttarfjölskylda. Við höfum sterka réttlætiskennd og vinnum saman að góðum málefnum. Halda áfram að lesa
Hvernig kemst ég inn í kerfið? – Gestapistill eftir Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar um Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi

Ég hef verið að velta fyrir mér málefnum flóttamanna á Íslandi undanfarið, sérstaklega í ljósi nýjustu frétta um ungt par sem á að vísa úr landi og það í sitthvort landið.
Frumvarp til útlendingalaga verður að fara í gegn – gestapistill frá No Borders
Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn. Halda áfram að lesa
Gestapistill um lögleiðingu vímuefna
Here is the English version of this article, written by Thorkell Ottarsson.
Þetta er gestapistill eftir Þorkel Ágúst Óttarsson. Þorkell hefur starfað í gistiskýli fyrir útigangsfólk í Drammen í Noregi í sex ár. Það áður vann hann í eitt ár á heimili fyrir geðfatlaða þar sem flestir voru í neyslu.