Kristín Vala og örbylgjugrýlan

Í gær birti ég pistil þar sem ég gagnrýndi framsetningu vísindamanns í áhrifastöðu á því sem ég taldi í fyrstu að væri hugsað sem viðvörun við gervivísindum. Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ póstaði á facebook, án nokkurrar gagnrýni, tenglum á greinar sem eiga að sýna fram á skaðsemi örbylgjuofna. Greinum sem hafa birtst á veftímaritum þar sem uppistaða efnis er einkar vafasöm „vísindi“ á borð við  nýaldarkenningar, skottulækningar og geimverufræði. Mér fannst bagalegt að engar athugasemdir fylgdu. Halda áfram að lesa

Vegna hatrammrar umræðu

Í tilefni af ummælum Höllu Tryggvadóttur um „hatramma umræðu“ í framhaldi af þessum pistli.

Það er náttúrulega algerlega galið að gera þá kröfu til fólks sem vísar í fræðigreinar og rannsóknir (í þessu tilviki greinar sem ekki er hægt að lesa nema borga fyrir aðgang að þeim) að skrifin sem það vísar til, styði það sem það er að segja. Auðvitað á fólk að mega skreyta skrif sín með tilvísunum sem koma málinu ekkert við, í þeim tilgangi að gefa lesendum til kynna að það sé eitthvert vit í því sem það er að segja. Þetta er bara svona skáldaleyfi eða listræn blekking.

Aldagamlar lækningaaðferðir

skottuHvernig stendur á því að um leið og við eltum ólar við allar tækninýjungar á markaðnum, ríkir mikil hrifing á aldagömlum lækningaaðferðum? Talsmenn náttúrulækninga halda því gjarnan á lofti að aðferðirnar séu fornar, rétt eins og það tryggi gæðin. Mér finnst þetta mjög flippað því hrifning á fortíðinni tengist yfirleitt söguskilningi og listhneigð en ekki gagnsemi í nútímanum. Við hrífumst af gömlum dómkirkjum og skinnhandritum vegna þess að þau bera vott um afrek þess tíma. Halda áfram að lesa