Vegna hatrammrar umræðu

Í tilefni af ummælum Höllu Tryggvadóttur um „hatramma umræðu“ í framhaldi af þessum pistli.

Það er náttúrulega algerlega galið að gera þá kröfu til fólks sem vísar í fræðigreinar og rannsóknir (í þessu tilviki greinar sem ekki er hægt að lesa nema borga fyrir aðgang að þeim) að skrifin sem það vísar til, styði það sem það er að segja. Auðvitað á fólk að mega skreyta skrif sín með tilvísunum sem koma málinu ekkert við, í þeim tilgangi að gefa lesendum til kynna að það sé eitthvert vit í því sem það er að segja. Þetta er bara svona skáldaleyfi eða listræn blekking.